Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 30
Með hjartað á réttum stað
Á
ég ekki bara að vera
hippaleg í myndatök-
unni?“ spyr Hend-
rikka Waage í síman-
um daginn áður en
við hittumst. En „hippi“ er kannski
ekki fyrsta orðið sem manni kem-
ur í hug þegar þessi svartklædda
fegurðardís skálmar inn á fundar-
staðinn í slá úr léttu, gegnsæju
efni sem liðast á eftir henni eins
og kolsvört þokuslæða. Vissulega
má þó fallast á að tilvísanir í tíma-
bil friðelskandi blómabarna séu til
staðar í klæðaburði hennar. Fyrir
það fyrsta er Hendrikka með að
minnsta kosti þrjú, ef ekki fleiri,
hálsmen sem minna á verndargripi
af einhverju tagi. Það glampar á
stórar, ferkantaðar málmflögur,
sem við nánari skoðun eru úr
silfri og ristar dularfullum austur-
lenskum táknum. Öll eru þessi
dýrindis hálsmen úr hennar eigin
skartgripalínu, Hendrikka Waage
Talisman Collection, og við gerð
hennar sótti Hendrikka innblástur
til Tíbet, Afríku og Arabíu.
Sumarfríi Hendrikku á Íslandi
er að ljúka. Hún á bókað flug heim
til Bretlands daginn eftir viðtalið
og segist hafa átt ljúfan mánuð í
faðmi fjölskyldu og vina. Fjöl-
skyldan er sá strengur sem togar
hvað fastast í hana frá Íslandi. Hér
heima á hún foreldra og þrjár syst-
ur og þegar hún er á landinu gistir
hún yfirleitt hjá einni systur sinni.
Úti í Bretlandi býr hún með syni
sínum, Guðjóni Kjartani, í litlu
sveitaþorpi rétt fyrir utan London.
Hendrikka er með vinnuaðstöðu
á heimili sínu en segist svo sem
geta unnið vinnuna sína hvar sem
er í heiminum. Sem hún hefur líka
gert svikalaust því störf hennar í
gegnum tíðina hafa meðal annars
leitt hana til Japans, Bandaríkj-
anna, Indlands og Rússlands.
Rikka fer til Japans
Í október kemur út þriðja barna-
bók Hendrikku í bókaflokknum
Rikka og töfrahringurinn en í
bókunum ferðast sögupersónan
Rikka um víða veröld. Sögusviðið í
fyrri bókum hennar var Ísland og
Indland en að þessu sinni liggur
leiðin til Japans. Inga María Brynj-
arsdóttir teiknar myndirnar og
hluti af höfundarlaununum rennur
til góðgerðarsjóðs Alþingis barna
(Kids Parliament). Hendrikka er
forseti samnefndra góðgerðarsam-
taka og stýrir þeim en þau standa
m.a. fyrir alþjóðlegu barnaþingi á
ári hverju.
Þú hagnast ekkert á þessari
bókaútgáfu sjálf?
„Nei, þetta er nú eiginlega bara
hugsjónaverkefni,“ svarar Hend-
rikka að bragði og brosir. „Þetta
er áhugamálið mitt. Ég held að
þetta sé skemmtilegasta og mest
gefandi verkefnið mitt hingað
Hendrikku Waage,
skartgripahönnuði og
athafnakonu, vex fátt í
augum. Henni gæti til
dæmis hugkvæmst að taka
upp símtólið og fá Dalai
Lama eða Sameinuðu
þjóðirnar til að starfa með
sér að góðum málefnum.
Og þá gerir hún það bara.
Hendrikka sagði Heiðdísi
Lilju Magnúsdóttur frá
hugsjónaverkefnunum sem
hafa hertekið líf hennar
síðustu árin. Myndir/Hari
til. Þetta er ekki spurning um að
hagnast á neinu. Maður verður
svo sem ekki milljónamæringur
á því að vera barnabókahöfundur
á Íslandi. Þetta er bara eitthvað
sem mig langar til að gera,“ segir
Hendrikka og nefnir að í haust
komi einnig Rikku-tækifæriskort í
verslanir.
Sameinuðu þjóðirnar völdu
fyrstu bók Hendrikku, Rikka og
töfrahringurinn á Íslandi, til að
auka skilning á menntunar- og um-
hverfismálum á heimsvísu. Þetta
var tilkynnt með formlegum hætti
í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð-
anna í New York þegar bókin kom
út árið 2010.
„Mér var boðið að kynna út-
gáfu bókarinnar hjá Sameinuðu
þjóðunum í New York, sem gekk
mjög vel. Ég fékk stuðning þaðan
af því að Sameinuðu þjóðirnar eru
með okkur í Kids Parliament-verk-
efninu,“ útskýrir Hendrikka.
Hvernig byrjaði það verkefni?
„Hugmyndin kviknaði á Íslandi,
fyrir þremur árum, þegar ég var
stödd á Þingvöllum með nokkra
útlendinga sem eru mjög virkir
í góðgerðarsamtökum. Ég var
að útskýra fyrir þeim að Alþingi
væri elsta, starfandi þing í heim-
inum og í bílnum á leiðinni heim
kom þessi hugmynd upp. Oft eru
margir að vinna hver í sínu horni í
stað þess að stilla saman strengi í
skemmtilegu og gefandi verkefni.
Þannig að hugmyndin að Alþingi
barnanna kviknaði á Þingvöllum.“
Við höfðum
bara sam-
band við
Dalai Lama
og hann vildi
vera með.
Síðan er fullt
af öðru fólki
með okkur
líka og það er
enn að bætast
í hópinn. Fólk
vill sameinast
um þetta.
Heiðdís Lilja
Magnúsdóttir
hlm@frettatiminn.is
Framhald á næstu opnu
28 viðtal Helgin 26.-28. ágúst 2011