Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 74
Skeifunni 11B • 108 Reykjavík • Sími 519 7550 promennt@promennt.is • www.promennt.is Skráðu þig á póstlistann á www.promennt.is og þú gætir unnið 100.000 kr. námskeið að eigin vali Skrifstofunám, bókhald, Navision fjárhagsbókhald, tollskýrslugerð. Bókhalds- og skrifstofunám Almennt tölvunám, eldri borgarar 60+, ýmis stök námskeið. Almenn tölvunámskeið Grafísk hönnun, vefsíðugerð, myndbandavinnsla og tæknibrellur, Wordpress. Vefur, grafík og myndvinnsla Mikill fjöldi nýrra og spennandi námskeiða. Hacking, VMWare, Citrix, MS Server 2008, SQL Server 2008, SCCM, SCOM, CRM, .NET 4.0 ofl. Microsoft sérfræðinám MCITP Server Administrator, MCITP Enterprise Administrator, CCNA ofl. Kerfisfræði Tölvuskólinn iSoft-Þekking verður N Á M S F R A M B O Ð Á H A U S T Ö N N Allar nánari upplýsingar um námsbrautir og námskeið fást í síma 519-7550 eða á vef okkar www.promennt.is. Nýtt nafn á gömlum og traustum grunni. Þó ennþá sama kennitalan, sama frábæra fólkið, á sama staðnum og hér eru auðvitað áfram sömu flottu nemendurnir! Nánar á promennt.is F R Á B Y R J E N D U M T I L S É R F R Æ Ð I N G A BOÐI Ð UP P Á FJAR KENN SLU GEYMIÐAUGLÝSINGUNA Meira en tvær milljónir áhorfenda skráðu sig inn til að horfa á kynlífsmyndbandið með þokkadísinni Kim Kardashian á sama tíma og brúðkaup hennar og körfubolta- kappans Kris Humphries fór fram. Það er töluvert meira en venjulegt áhorf á myndbandið sem fyrrverandi kærasti hennar, rapparinn Ray J, setti á vefinn árið 2007. Venjulega horfa 300 þúsund manns á myndbandið í hverjum mánuði. Kim, sem fékk þrjár milljónir punda, um hálfan milljarð íslenskra króna, í skaðabætur vegna myndbandsins sagði fyrr á þessu ári að tilhugsunin um myndbandið væri niðurlægjandi. Brúðkaup jók áhorf á kynlífsmyndband Mosfellingurinn og grínistinn Steindi jr. verður heldur betur á heimavelli um helgina þegar bæjarhátíð Mosfellsbæjar fer fram. Steindi verður kynnir á fjöl- skyldutónleikunum á Miðbæjartorginu á laugardagskvöldið þar sem hann ætlar jafnframt að taka nokkur laga sinna. Auk hans koma fram á tónleikunum Hera Björk, Villi og Sveppi, Vinir Sjonna og Helgi Björns og Reiðmenn vindanna. Hátíðin hófst í gærkvöld, fimmtudag, og ýtti Steindi henni úr vör með því að stýra pub-quiz á Hvíta víkingnum. í kvöld er stefnt að því að setja Íslandsmet í planki á Miðbæjartorginu áður en karnival- skrúðganga gengur í Ullarnesbrekkur við Varmá þar sem kveikt verður í varðeldi og brekkusöngur sunginn. Steindi allt í öllu á bæjarhátíð N ýtt sýningarár er að hefjast hjá Íslenska dansflokknum. Líkt og í fyrravetur verður fjölbreytnin áfram höfð að leiðar- ljósi en dansinn settur í forgrunn. Heimsþekktir danshöfundar koma til liðs við Íslenska dansflokkinn, vinsælar og skemmtilegar sýningar verða endursýndar og einnig verður farið í ferðalag með listformið. Hápunktur vetrarins er verkið heimsfræga, Mínus 16, sem sýnt verður í febrúar. Það er eftir Ísra- elann Ohad Naharin sem hefur oft verið nefndur rokkstjarna dans- heimsins. Íslenski dansflokkurinn fékk styrk frá Auroru velgerðar- sjóði til að geta fært íslenskum dansunnendum verk eftir þennan eftirsóknarverða danshöfund. Rokkstjarna dansheimsins í Borgarleikhúsinu Steindi jr. stýrir spurningakeppni, kynnir tónleika og tekur lagið á bæjarhátíð Mosfellsbæjar. Ljósmynd/Hari  BÓK UM BIEBER AUKINN ÞUNGI FÆRIST Í KRÖFUNA UM BIEBER TIL ÍSLANDS Strákarnir öfundast út í Bieber H vað er það sem gerir Bieber svona frábæran? Ég gæti talið upp svo mörg atriði en við höfum ekki allan tíma í heimi, er það?“ segir Sóley Rún Sturludóttir. Hvorki hún né vinkonur hennar fara leynt með aðdáun sína á söngvaran- um unga, Justin Bieber. Þær eru all- ar nýbyrjaðar í framhaldsskóla, MS og Versló, sextán ára, árinu yngri en Bieber, og nutu þeirra forréttinda að fá að skoða bók um Bieber sem kemur út í dag. En í vinkonuhópnum er dóttir útgefandans, Tómasar Her- mannssonar hjá Sögum. Fréttatím- inn heyrði ofan í þær vinkonur. „Hann er ekta, hann heldur lagi, hann er náttúrutalent, hann er falleg- asti strákur í heimi og mjög gaman að fræðast um hann – að ég tali nú ekki um að hlusta á hann,“ segir Sól- ey. Á Facebook hefur verið stofnuð síða sem boðar sérstaka skrúðgöngu 10. september klukkan 16, Bieber til heiðurs þar sem krafan „Justin Bie- ber til Íslands!“ verður sett á oddinn. Þegar hafa 1.136 boðað komu sína á þann viðburð og ætla að mæta í fjólu- bláu. Katla Tómasdóttir telur víst að þær vinkonurnar mæti þar. „Förum örugglega. Það væri geðveikt að fá hann til landsins. Ég hef ekki farið á tónleika með honum en vinkona mín hefur gert það. Henni þótti geðveikt.“ Að sögn Kötlu hefur Bieber sent frá sér tvær plötur. Eins og helsta Bieber-aðdáandanum í hópnum er fullkunnugt um. Þóra Marín Sigur- jónsdóttur þykir rétt að árétta kosti Biebers í eyru blaðamanns, sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið, enda kominn á miðjan aldur: „Hann er mjög góður söngvari, sætur, mjög góður dansari. Mjög margir strák- ar þola hann ekki. En þeir eru bara öfundsjúkir,“ segir Þóra Marín sem telur fyrirliggjandi að Bieber eigi meira fylgi að fagna meðal stelpna en stráka. Ekki er annað að sjá og heyra en að útgefandinn Tómas sé ánægður með viðtökur stelpnanna við bókinni. Tómas er sjálfur tónlistarmaður og skrifaði vinsæla bók um Magnús Eiríksson. „Ég er orðinn Bieber- aðdáandi. Ekki annað hægt. Hlusta á Magga Eiríks og Bieberinn til skiptis.“ Aðspurður hvort Bieber sér stærri en Bítlarnir voru segir Tómas það erfiðan samanburð. „Hann er vinsælasti YouTube-listamaður allra tíma. Tíu milljónir sáu hann þar áður en hann fékk plötusamning. Hann var þá 12 eða 13 ára og setti klippurn- ar með sér þar inn sjálfur. Hinn sanni alþýðulistamaður. Nú er hann 17 ára og selur á Madison Square Garden á tíu mínútum. Yngsti listamaðurinn á topplista í Bandaríkjunum síðan Steve Wonder árið 1963. Stærri en Bítlarnir? Í vinsældum? Ég veit það ekki. Hann er alla vega stærri en Páll Óskar." Vaka, Þóra Marín, Sóley og Katla. Fara hvergi leynt með dálæti sitt á Justin Bieber, fagna útkomu bókar um hann og segja geðveikt ef hann kæmi til Íslands. Ljósmynd/Árni Torfason 60 dægurmál Helgin 26.-28. ágúst 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.