Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 78
Íþróttafélög berjast á skákborðinu Keppnislið frá íþróttafélögunum í höfuðborginni mætast á laugar- daginn á Hlíðarenda á Iceland Express Reykjavíkurmótinu í skák. Fjögurra manna lið keppa um sigurinn, og munu margir bestu skákmenn landsins klæðast keppnistreyju síns félags. Lið Vals skartar þannig stórmeisturunum Helga Ólafssyni og Jóni L. Árna­ syni, auk Jóns Viktors Gunnars­ sonar, fv. Íslandsmeistara. Fram- arar tefla fram stórmeisturunum Jóhanni Hjartarsyni og Helga Áss Grétarssyni, og alþjóðlegu meist- urunum og bræðrunum Birni og Braga Þorfinnssonum. Stefán Kristjánsson fer fyrir sveit KR og stórmeistarinn Þröstur Þór­ hallsson klæðist treyju Víkinga, enda miðherji með liðinu upp í 2. flokk á árum áður. Fleiri sveitir verða vel skipaðar, og má búast við harðri baráttu frá Þrótturum og Leiknismönnum. Með Leikni tefla systkinin Inga Birgisdóttir og Ingvar Örn Birgisson, en fyrir- liði Þróttar er Ingvar Þór Jóhann­ esson. Fylkisliðið er ekki síður sterkt, með alþjóðlega meistarann Guðmund Kjartansson og fleiri knáa kappa. Helgi Björns á toppnum í sex vikur Ekkert lát virðist vera á vinsældum hestalaga Helga Björns­ sonar og Reiðmanna vindanna. Þriðji diskur þeirra, Ég vil fara upp í sveit, situr á toppi Tónlistans, lista Félags hljómplötuframleiðenda yfir mest seldu diska vikunnar, sjöttu vikuna í röð. Eftir því sem næst verður komist hafa diskar Helga Björns og félaga selst í þrjátíu þús- und eintökum. Gus Gus, Steind­ inn okkar og Bubbi sitja í sæt- unum fyrir neðan og virðast ekki hafa slagkraft til að velta hest- mannalögunum úr sessi. Ótrúleg velgengni sveitarinnar ungu, Of Monsters and Men, heldur áfram en lag þeirra, Little Talks, var mest spilaða lagið á útvarpsstöðvum á Íslandi í síðustu viku – aðra vikuna í röð. -óhþ Söfnuðu milljón fyrir Unicef Hlauparar í Reykjavík- urmaraþon- inu um síðustu helgi söfnuðu einni milljón fyrir börn af þurrkasvæð- unum í Afríku. Þetta segir Sig­ ríður Víðis Jónsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Unicef á Íslandi, í samtali við Fréttatímann. Fyrir upphæð- ina er til dæmis hægt að útvega tíu þúsund skammta af vítamínbættu jarðhnetumauki og tíu þúsund skammta af bóluefni gegn misl- ingum. Aldrei hafa fleiri hlaupið til styrktar UNICEF á Íslandi en í áheitahlaupinu sem fram fór í tengslum við Reykjavíkurmara- þonið á laugardag. Fyrir hlaupið hafði verið gefið út að áheitin rynnu í neyðarsöfnun UNICEF fyrir Austur-Afríku. Elhadj As Sy, svæðisstjóri UNICEF í austur- hluta og suðurhluta Afríku, segir ánægjulegt að heyra hve margir hlauparar á Íslandi hafi ákveðið að leggja starfi UNICEF í þágu barna í austurhluta Afríku lið. -óhþ HELGARBLAÐ Hrósið … ... fær FH-ingurinn Matthías Vilhjálmsson sem hefur farið hamförum í undanförnum leikjum með FH-liðinu í Pepsideildinni í fótbolta og nánast borið liðið á herðum sér í fimm sigurleikjum í röð þar sem FH-ingar hafa þrívegis verið manni færri lungann úr leikjunum.Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16 AFSLÁTTUR! 30-70% REKKJUNNAR ÚTSALA A rg h ! 2 3 0 8 11 • 3 svæðaskipt svefnsvæði • Lagar sig að líkamanum • Veitir fullkomna slökun • Stuðningur við bak • Tvíhert sérvalið stál í gormum • Steyptir kantar • 20% stærri svefnflötur DUCHESS 50% AFSLÁTTUR KING KOIL Queen Size rúm (153x20 3 cm) FULLT VERÐ 163.600 kr . ÚTSÖLUVERÐ 98.160 kr. ÞÚ SPARAR 65.440 kr. KING KOIL King Size rúm (193x203 cm) FULLT VERÐ 264.223 kr. ÚTSÖLUVERÐ 158.534 kr. ÞÚ SPARAR 105.689 kr. DUCHESS Cal King rúm (183x213 cm) FULLT VERÐ 314.367 kr. ÚTSÖLUVERÐ 157.184 kr. DUCHESS Queen Size rúm (153x20 3 cm) FULLT VERÐ 238.175 kr. ÚTSÖLUVERÐ 119.088 kr. AÐ EI NS FYRSTIR KOMA - ST YK KI ÖR FÁ FYRSTIR FÁ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.