Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 14
Miðasala 568 8000 borgarleikhus.is Áskriftar- kortið mitt Darri Kristjánsson, nemi Skyrtudalur (Shirt -Walley) eftir Christian Ludwig Attersee frá 1994. Erró. Án titils/Untitled [úr seríu Ra- dioactivity, Jaffa (1958)], 1958. Erró. Án titils/Untitled [úr seríu Les Carcasses/Beinagrindurnar (1955- 1957)], 1955. Ég var aldrei besti teiknar- inn þegar ég var í skóla á sínum tíma. Hringur Jó- hannesson var til dæmis tíu sinnum betri teiknari en ég. Var aldrei bestur í teikningu Erró kemur í stutta heimsókn til Íslands í byrjun septem- ber og verður viðstaddur opnun í Listasafni Reykjavíkur á sýningu á teikningum sem ná yfir allan hans feril. Erró er líklega síst þekktur fyrir teikningar sínar en segist teikna miklu meira en margan grunar. Á sama tíma verður opnuð sýning á sextíu og þremur verkum eftir austurríska lista- manninn Christian Ludwig Attersee en verkin eru gjöf hans til Listasafns Reykjavíkur. Þórarinn Þórarinsson sló á þráðinn til Parísar og ræddi við Erró um teikningar hans, hina veglegu listaverkagjöf Attersees, vinar hans, og hvað er efst á baugi hjá málaranum sem verður áttræður á næsta ári. É g hef þekkt Attersee í mörg ár; alveg síðan ég sýndi þarna í Vín fyrir margt löngu,“ segir Erró. Verkin sem Attersee og galleríisti hans og samlandi, Ernst Hilger, færa Lista- safni Reykjavíkur að gjöf eru unnin á árunum 1970 til 2010. „Hann er frægur málari og er að gefa safninu margar prentmyndir. Hann kemur með þrettán manns með sér, þar á meðal Hilger, og meira að segja safnstjóra Freud-safnsins í Vín,“ segir Erró um sýninguna sem hefst 3. sept- ember. Listasafn Reykjavíkur hefur löngum notið velvildar og gjafmildi Errós en hann hefur, eins og kunnugt er, fært safninu stóran hluta verka sinna og hefur komið því til leiðar að stórar og mikilvægar listaverkagjafir hafa borist safninu. Nægir þar að nefna Gullpottinn eftir Jean-Pierre Raynaud og stóra listaverkagjöf sem safnið fékk í fyrra eftir listamanninn Mel Ramos. Þá færir Attersee safninu verk sín fyrir tilstilli Errós en sjálfur vill málarinn ekki gera mikið úr sínum þætti og er fljótur að eyða öllu tali um það. Alltaf að teikna Erró er einna þekktastur fyrir stór og litrík verk sín en minna hefur borið á teikningum hans í gegnum tíðina. „Það eru margir sem segja mér að ég teikni aldrei og sennilega vita fæstir að Erró er enn á fleygiferð en er farinn að huga að því að draga sig út úr sýningastússi og verja tíma sínum meira á vinnustofunni. ég teikna á léreftið áður en ég mála málverkið. Ég lita það síðan tvisvar eða þrisvar sinnum. Ég teikna svo aftur á það þannig að ég teikna tvisvar sinnum hverja mynd.“ Erró segir Listasafn Reykjavíkur eiga mikið af teikningum eftir sig en hann sé nú að fara í gegnum þetta allt saman með sýningarstjóranum Danielle Kvaran. „Hún segir mér síðan hvað vantar og þá mun ég stinga einhverju inn sem ég er með hérna. Það er mjög líklegt að síðustu árin vanti inn í.“ Þar sem teikningarnar spanna svo til allan feril málarans fá sýningargestir glögga yfirsýn yfir þró- unina í teiknistíl Errós. „Ég var aldrei besti teiknar- inn þegar ég var í skóla á sínum tíma. Hringur Jó- hannesson var til dæmis tíu sinnum betri teiknari en ég. Og þegar ég fór með Braga Ásgeirssyni í kúnst- akademíuna í Ósló, var hann líka tíu sinnum betri en ég. Þetta tekur sinn tíma og ég næ mér svona í rólegheitum. Ég held að þetta sé orðið í lagi núna,“ segir Erró léttur í bragði. Teiknað í tjaldi „Ætli elsta myndin á sýningunni sé ekki teikning frá Klaustri frá 1946 eða 1947 eða þar um bil. Hún heitir Stríð og er svolítið merkileg því hún líkist dálítið því sem ég er að gera núna. Ég teiknaði hana fyrir ofan Klaustur, á Klausturheiði, þegar ég var þar í tjaldi. Sem stendur er ég að vinna í því sem ég kalla barna- legar myndir. Þær hafa eitthvað með ung börn að gera, liti fyrir ung börn og teikningar fyrir ung börn. Þetta verður smá syrpa.“ Pólitíkin svífur oft yfir vötnum í verkum Errós og hann er að hita sig upp í eitt slíkt. „Ég fer nú yfirleitt mikið yfir í pólitískar myndir þegar þannig stendur á og það er kannski möguleiki á að ég fari út í það sem er á seyði í Líbíu núna. Síðasta stóra pólitíska myndin sem ég gerði hét God bless Bahgdad. Það getur vel verið að það komi ein núna í rólegheitum um Líbíu og kannski Sýrland líka í sömu mynd.“ Erró kemur til Íslands fyrsta september og fer aftur út þann fjórða. „Ég er að ganga frá rosasýningu í Frankfurt sem verður á sama tíma og bókamess- an þar sem Ísland verður í öndvegi. Þetta verður rosalega stór sýning og ég verð að sjá til þess að hún gangi vel. Þannig að það er í nógu að snúast, en ég ætla svo að reyna að fara að slappa aðeins af. Ég verð áttræður á næsta ári og ætla að reyna að fara að skapa mér svolítið meiri tíma til að vinna. Það fer svo mikill tími í þetta sýningavesen. Það er að svo mörgu að huga í kringum sýningar.“ 12 viðtal Helgin 26.-28. ágúst 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.