Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 66
„Ódýrasti nagla-
skólinn á landinu“
Þú tekur námið á þínum hraða
Við kennum einnig víða um
land t.d. Akureyri, Egilstöðum,
Selfossi og Vestmannaeyjum
Kennum einnig
augnháralengingar
og airbrushtækni.
Þú finnur okkur líka á facebook
Upplýsingar í síma 8202188 og á
www.hafnarsport.is
52 tíska Helgin 26.-28. ágúst 2011
Gleraugnalína í anda sjöunda áratugarins
S ala á nýjustu gleraugnalínu hönnuðarins Stellu McCartney
hófst í vikunni og hefur að sjálf-
sögðu rokið út. Línan er fjölbreyti-
leg og er þemað helst gleraugu
í anda sjöunda áratugarins sem
tröllríður hausttískunni í ár og sést
víða hjá helstu hönnuðum heims.
Þegar Stella frumsýndi nýju lín-
una hafði hún orð á því að nauðsyn-
legt væri fyrir allar konur að eiga
tvö sett af sólgleraugum. Annars
vegar klassísk og þægileg sem end-
ast manni alla ævi og hins vegar
fjörugri gleraugu, í takt við tískuna.
N ýgifta ofurfyrirsætan Kate Moss ákvað á dög-
unum að selja ónotaðar flíkur
úr fataskáp sínum á nýja fata-
vefnum hardlyeverwornit.com.
Fyrirsætan hefur alltaf haft
flottan stíl og þar af leiðandi
mikið vald á tískunni. Allt sem
hún klæðist verður vinsælt.
Því geta áhugasamar stelpur
um tísku deilt fatnaði með
fyrirsætunni og liðið eins og
ofurstjörnu. Flíkurnar fara á
uppboð á síðunni á næstu dög-
um og verður byrjunarverðið
gríðarlega hátt. Það má segja
að þessi nýja uppboðssíða
verði þróaðri og flottari gerð af
eBay þar sem aðeins vandaðar
og dýrar flíkur verða seldar á
háu verði. Einnig munu frægar
stjörnur stoppa við og selja
flíkur sínar, líkt og Kate ætlar
að gera á næstunni.
Kate Moss selur
ónotaðar flíkur
P antið árhifin er hugmynda-fræðilegur veitingastaður þar sem réttirnir eru pantaðir út
frá áhrifum þeirra á líkamann en
ekki út frá innihaldi,“ segir Auður.
„Við hugsum réttina ekki aðeins
sem bragðgóða magafylli heldur
upplifun og nýja nálgun á korn og
grænmeti. Hugmyndafræðin snýst
um tilraunagleði, rekjanleika og ný-
sköpun á, að okkar mati, vannýttri
auðlind, íslenska grænmetinu. Mat-
ur er lífsnauðsyn og við neytum
hans oft á dag. Okkur þykir mikil-
vægt að vekja athygli á þeim áhrifa-
mætti sem í fæðunni býr því matur
seður ekki aðeins hungur heldur
getur bæði verið fyrirbyggjandi fyrir
sjúkdóma, græðandi og haft áhrif á
andlega heilsu okkar. Við byrjuðum
á að skrá matjurtir og kornmeti hér
á landi, bæði villt og rækað, og kort-
lögðum svo áhrif þeirra á líkamann.
Grænkál hefur til að mynda jákvæð
áhrif á minnið og bankabygg bæt-
ir meltinguna. Hráefni með sömu
verkun eða sameiginlega eiginleika,
til dæmis fyrir meltingu eða minni,
voru valin saman í rétt.“
Staðurinn verður færanlegur
Hugmyndafræði staðarins nær allt
frá byggingu hans til framreiðslu
réttanna. Staðurinn sjálfur er
byggður úr timbri úr Hallormsstað-
arskógi, réttirnir eru gerðir úr inn-
lendu gæða hráefni sem að lokum
er eldað á íslensku metangasi.
„Staðurinn verður færanlegur,
sem gerir okkur kleift að ná til sem
flestra,“ segir Auður. „Stefnan er að
staðurinn verði notaður við hvers
kyns hátíðahöld og menningarvið-
burði svo að allir sem hafa áhuga
fái að njóta hans. Staðurinn pakkast
saman í kassa sem rúmar allt sem
þarf til veitingareksturs. Þegar á
áfangastað er komið er kassinn opn-
aður og 30 fermetra tjald myndar
staðinn með húsgögnum og eldun-
arbúnaði.
Verkefnið komið á fram-
kvæmdastig
Hugmyndin að veitingastaðnum
kviknaði í Listaháskóla Íslands í
áfanganum Stefnumót hönnuða og
bænda. Í áfanganum vinna vöru-
hönnunarnemar og íslenskir bænd-
ur saman í hópum að nýsköpun og
verðmætaaukningu íslensks land-
búnaðar. Margar vörur hafa orðið
til upp úr þessu þverfaglega sam-
starfi, svo sem skyrkonfektið frá
Erpsstöðum og rabarbarakara-
mellan frá Löngumýri. Við unnum
með Eymundi bónda í Vallanesi sem
sérhæfir sig í framleiðslu lífrænna
matjurta. Hugmyndin hefur þróast
og stækkað mikið síðan þá og verk-
efnið er nú komið á framkvæmda-
stig og bíður þess að fara í fram-
leiðslu. Næsta skref er svo bara að
finna réttan rekstraraðila fyrir veit-
ingastaðinn.“
-kp
Fílefling, Minnisverður og Glaður í bragði eru réttir á matseðli veitingastaðarins Pantið áhrifin. Fjórir
ungir vöruhönnuðir standa að baki hugmyndinni; Auður Ösp Guðmundsdóttir og Embla Vigfúsdóttir,
sem eru útskrifaðar frá Listaháskóla Íslands, og skiptinemarnir Katharina Lötzsch og Robert Pe-
tersen. Hönnuðurnir fengu nýverið Nýsköpunarverðlaun Forseta íslands og í dag, föstudag, klukkan
15.20 mun Auður kynna verkefnið á ráðstefnunni Nýr farvegur sem haldin er í Hörpu.
Miklu meira en
bragðgóð magafylli