Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 70
iPod Touch
Lófatölva fyrir dagsins önn
Epli.is, Laugavegi 182, sími 512 1300 | Opið 10-18 mánudaga til föstudaga og 12-16 laugardaga | www.epli.is
Verð frá 55.990.-
Tónlist, vídeó, leikir, forrit,
rafbækur, hljóðbækur,
podvörp, ljósmyndir, Safari
netvafri, póstforrit, kort,
FaceTime, HD vídeóupptaka,
Nike+iPod stuðningur
Aðeins 101 gramm
Allt að 40 klst rafhlöðuending
Fyrirtæki í
hugbúnaðarsölu
Kontakt hefur verið falið að annast sölu á fyrirtæki sem selur
erlendan hugbúnað til fyrirtækja og stofnana. Meðal viðskiptavina
eru mörg af stærri fyrirtækjum landsins. Veltan er um 40 milljónir
króna og koma tekjurnar af sölu hugbúnaðar, uppfærslusamningum
og námskeiðahaldi.
Hentar afar vel fyrir áhugasama einstaklinga sem vilja starfa við eigið
fyrirtæki. Einnig sem viðbót við aðra starfsemi.
Núverandi starfsemi kallar á tvo starfsmenn
Áhugasamir hafi samband við gunnar@kontakt.is
eða í síma 414 1200
H
au
ku
r
0
8
b
.1
1
S kúlptúrar eftir Steinunni Þórarinsdóttur voru settar upp á Economist Plaza-torg-
inu í Mayfair í hjarta Lundúna í
síðustu viku. Sýninguna í Lundún-
um nefnir Steinunn „Situations“ en
verkin eru í nágrenni við Osborne
Samuel-galleríið sem hefur höndl-
að með verk Steinunnar í fimmtán
ár. Peter Osborne er sýningarstjóri
og sýningin mun standa yfir í tvo
mánuði.
Þá setti Steinunn upp sýninguna
„Borders“ í New York í mars. Þar
eru 26 skúlptúrar á torgi í ná-
grenni höfuðstöðva Sameinuðu
þjóðanna en sýninguna sérhannaði
Steinunn með þetta torg í huga.
Hún segir sýninguna hafa fengið
ótrúleg viðbrögð. „Ég hef fengið
mjög mikið af bréfum frá fólki sem
býr þarna í nágrenninu og fólk er
mjög ánægt. Auk þess sem borg-
aryfirvöld segja þetta vinsælustu
sýningu sem sett hefur verið upp á
torginu,“ segir Steinunn sem rekur
ánægjuna með skúlptúrana ekki
síst til þess að fólk „á í svo miklum
samskiptum við verkin,“ þar sem
þau eru í líkamsstærð.
„Þetta torg í New York er mjög
fallegt og nærvera Sameinuðu
þjóðanna er afar táknræn; sýn-
ingin er hönnuð sérstaklega inn í
torgið. New York borg bað mig um
að senda inn tillögu að útiverkum
og hún var samþykkt. Þetta hefur
verið mjög ánægjulegt og gaman,“
segir Steinunn um verkið sem fær
að standa fram í september og
hefur því, þegar yfir lýkur, glatt
vegfarendur í um það bil hálft ár.
Furðulegt mál kom upp í sam-
bandi við eitt verka Steinunnar í
sumar þegar 300 kílóa skúlptúr
hvarf sporlaust eina nóttina af
hafnarbakka í Hull. Steinunn
segir þennan þjófnað þó ekki hafa
raskað ró sinni; hún sofi róleg
um nætur og óttist ekki að verk
hennar í New York eða Lundúnum
komi til með að hverfa sporlaust.
„Verkin hafa fengið svo jákvæðar
móttökur að ég hef ekki áhyggjur.
Það er líka fylgst vel með þeim og
öryggisgæslan við byggingu Sam-
einuðu þjóðanna er mikil. Síðan
eru nú alltaf einhverjir á ferli,
sérstaklega í borginni sem aldrei
sefur.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Steinunn ÞórarinSdóttir Víðförlar Styttur
Skúlptúrar Stein-
unnar Þórarins-
dóttur vekja
jafnan athygli
þar sem þeir eru
settir upp. Mann-
verurnar sem hún
skapar úr járni,
stáli, gleri og
öðrum efnum fara
víða og um þessar
mundir sýnir hún
verk undir berum
himni bæði í New
York og Lund-
únum.
New York-búar blanda
geði við skúlptúra
Skúlptúrum Steinnunnar Þórarinsdóttur hefur verið sérstaklega vel tekið á torginu í nágrenni höfuð-
stöðva Sameinuðu þjóðanna í New York enda komast vegfarendur vart hjá því að blanda geði við
stytturnar. Ljósmynd/Magnus Arrevad
Steinunn setti upp sýningu á Economist
Plaza í Lundúnum í síðustu viku og verk
hennar setja sinn sterka svip á það torg
rétt eins og torgið í New York. Ljósmynd/
Murray Head
Dularfulla
skúlptúrhvarfið
Steinunn gerir það
gott með skúlptúrum
sínum í útlöndum og sefur
róleg þótt 300 kílóa verk
hennar hafi horfið í Hull í
sumar. Sú ráðgáta er enn
óleyst þrátt fyrir að tveir
grunaðir hafi verið hand-
teknir. Ljósmynd/Bragi Þór
Í sumar hvarf verkið „Voyage“, eða
„För“, af hafnarbakkanum í Hull.
Verkið er í tveimur hlutum. Annar
þeirra var í Hull en hinn í Vík í Mýr-
dal. Steinunn gerði verkið fyrir Hull
til þess að fagna 1.000 ára sambandi
Íslands og Bretlands og afkomendum
breskra sjómanna sem sigldu frá Hull
en fórust í skipssköðum þykir sárt að
horfa á eftir verkinu sem þeir tengja
minningu látinna ástvina.
Lögreglan í Bretlandi telur líklegast
að listaverkaþjófarnir hafi ætlað sér
að bræða verkið og selja málminn.
Steinunn fylgist vel með rann-
sókninni og er í miklum samskiptum
við yfirvöld í Bretlandi. „Þetta er
alveg ótrúlegt mál. Það voru tveir
menn handteknir og í bíl annars
þeirra fundust bronsleifar en ekki
nóku mikið magn til þess að skera
úr um hvort þær væru úr verkinu.
Og þeir neita öllu. Verkið er því enn
ófundið en nú er stefnt að því að taka
sílíkonmót af systurverkinu í Vík og
það verði endurgert og sett aftur á
sinn stað.“ -þþ
Námskeiðin hefjast 6. september.
Skráning og upplýsingar á asdis@bardusa.is og í síma 777-2383
Haustönn 2011 að hefjast
FIMLEIKAFJÓLURNAR Í FOSSVOGINUM
Kvennaleikfimi í Fossvogsskóla
Þri. og fim. kl. 17
Verð 14.000 kr. YOGA FITNESS Í ÍR HEIMILINU
yoga - pilates - teygjur - styrkur - slökun
Þri. kl. 20:30 og fim. kl. 19:30
Verð 19.900 kr.
www.noatun.isn o a t u n . i s
Nammibarinn
50%
afsláttur
AF NAMMIBARNUM
LAUGARDAGA:
ALLAN SÓLARHRINGINN
SUNNUDAG - FÖSTUDAG:
MILLI KL 20 - 24
Getur þú
styrkt barn?
www.soleyogfelagar.is
56 menning Helgin 26.-28. ágúst 2011