Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 68
 Plötuhorn Dr. Gunna leiðin heim  Björgvin og Hjartagosarnir Björgvin á heiðinni Nýjasta plata meistara Björgvins er enn ein kóverplatan. Mest er þetta poppað kántrí en einnig fiftís popp og þjóðlög. Lögin sem koma úr óvæntustu áttinni eru frá Hallbirni og Tom Waits. Flest lögin eru með nýjum íslenskum textum, Jóhanna Guðrún syngur í tveimur og Krummi í einu. Bó er þekktur fyrir vandvirkni og að vanda er umgjörðin glæsileg; umslagið ítarlegt og flott, flutningur allur tipp topp og sándið hunangs- legið. Innihaldið er þó full fyrirsjáanlegt. Björgvin er það frábær listamaður að maður er mjög til í að heyra hann taka sénsa, koma á óvart og vinna með nýju fólki; fara Þrengslin en ekki heiðina. Eitthvað í áttina að því þegar Johnny Cash fór að vinna með Rick Rubin. Leiðin heim er þó fín fyrir sinn gamalkunna hatt. Greatest hits  Vax Töff riff Austfirsku bræðurnir Villi og Dóri Warén hafa starf- rækt hljómsveitina Vax með ýmsum hjálparkokkum frá árinu 1999. Þeir spila frumsamda tónlist í anda sixtís-hljómsveita eins og Animals, Them og Manfred Mann, en eru með eigin áherslur og alla rokksöguna undir. Vax minnir stundum á finnska bandið 22 Pistep- irkko, sem byggir á sama grunni, og Villi hljómar ekki ósvipað og PK með sinni hvínandi röddu og hreiminn í ensku textunum. Greatest hitser tvöfaldur pakki, öll bestu frumsömdu lögin á einum diski, kóverlög, sem eflaust nýtast vel á böllum, á hinum. Þetta er þéttur pakki og hin besta skemmtun; strákarnir hitta oft stuðnaglann á rokkhöf- uðið og sníða grípandi lög úr töff riffum. Þá hefur þó alltaf vantað herslumuninn til Vinsælalands – kannski ættu þeir að prófa að syngja á íslensku? hversdagsbláminn  Lame Dudes Eftirkreppublús Hannes Birgir Hannesson er innsti koppur í búri Leim dúdda; spilar á gítar, syngur og semur. Þeir Snorri Björn Arnarson gítarleikari hafa spilað saman síðan 1985 en bandið fór þó ekki almennilega í gang fyrr en 2008 með auknum mann- skap. Þetta er fyrsta platan og innihaldið gítarblús með íslenskum textum. Eins og við er að búast fylgja laga- smíðarnar steingreiptum lögmálum blússins og menn krydda með gítarsólóum. Þetta er allt ágætlega gert og Hannes er góður söngvari. Helsta trompið er textarnir sem fjalla um hversdagslega hluti eins og sjónvarpsdagskrána, stöðu kaupmannsins á horninu og ýmsar eftir-kreppu-vanga- veltur. Textarnir nálgast það að vera „blogglegir“ þótt víða sé einnig sungið um blúslegri hluti eins og drabb og doða. Þetta er fín blúsplata sem blúsjálkar ættu að kynna sér. Af því tilefni hefur verið ákveðið að bæta nýjum röddum í kórinn. Ef þú ert yngri en 45 ára og hefur áhuga á að syngja með Léttsveitinni getur þú skráð þig í inntökupróf, sem fara fram 6. september, á lettsveit@lettsveit.is Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur heldur aðventutónleika í Hörpu sunnudaginn 27. nóvember Upplýsingar um Léttsveit ina má f inna á lettsveit . is „Umhverfi og mannkyni stafar nú mest ógn af miðstýr ingu og ein okun. Sjálfbærni, rétt læti og friður fá ekki þrifist fyrr en fjöl breytni verður grundvöllur fram leiðsl unnar. Á okkar dögum er ræktun og viðhald fjöl breytninnar ekki munaður heldur for senda þess að við lifum af. “ Vandana Shiva Kaffitár Landvernd Maður Lifandi Matvís Melabúðin Móðir Jörð Nattura.is NLFÍ Ráðgjafarfyrirtækið Alta Rúnar Sigurkarlsson og Hildur Guðmundsdóttir Sigurður Gísli Pálmason Skaftholt - Guðfinnur Jakobsson Vottunarstofan Tún Yggdrasill VANDANA SHIVA á ÍSLANDI Opinn fyrirlestur í Háskólabíói (aðgangur ókeypis) 29. ágúst 2011 kl. 17.00 Styrktaraðilar: Umhverfisráðuneytið, sem er bakhjarl verkefnisins Vandana Shiva á Íslandi Utanríkisráðuneytið Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið Reykjavíkurborg Akur - Garðyrkjustöð Biobú Brauðhúsið Félag umhverfisfræðinga Fjarðarkaup Gló Heilsa Heilsuhúsið Íslandsbanki Linda D. Ólafsdóttir myndalistarkona fyrir framan myndirnar sem eru til sýnis í Ráðhúsinu. Ljósmynd/Hari  MynDlistarsýninG leikanDi lestrarhestar Myndskreytir lestrarbók fyrir yngstu nemendurna M yndlistarkonan Linda D. Ólafs-dóttir stendur fyrir sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur sem ber yfirskriftina Lifandi lestrarhestar. Efni sýningarinnar eru myndskreytingar úr Lestrarlandinu, nýútkominni lestrarbók fyrir fyrstu bekki grunnskólanna. Um er að ræða sýningu á yfir 30 innrömmuðum myndskreytingum ásamt smámyndum úr lestrarbókinni en auk þess geta gestir sýn- ingarinnar skoðað myndferli höfundarins frá fyrstu skissu að lokamynd. „Áhugi minn á myndskreytingum kvikn- aði þegar ég sjálf lærði að lesa; ég lá yfir myndunum í Við lesum á milli þess sem ég klóraði mig fram úr orðunum í bókinni. Ég hef alla tíð stefnt að því að starfa við list mína, og þá sér í lagi við myndskreyt- ingar sem ætlaðar eru börnum. Það er mér því mikill heiður að fá að skapa myndir í lestrarkennsubók komandi kynslóða,“ segir Linda í samtali við Fréttatímann en hún út- skrifaðist með BFA-gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2001 og MFA-gráðu í mynd- skreytingum frá Academy of Art University í San Francisco árið 2009. -óhþ Ég hef alla tíð stefnt að því að starfa við list mína. 54 menning Helgin 26.-28. ágúst 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.