Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 12
10 fréttaskýring
E ins og alþjóð veit hefur Guðmundur Steingrímsson yfirgefið Framsókn, flokk föður síns Steingríms Her-mannssonar, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, og afa; Hermanns Jónassonar,
fyrrverandi forsætisráðherra einnig. Guð-
mundur var áður í Samfylkingunni, fór þaðan
yfir í flokk áa sinna en er nú farinn þaðan.
Þótt Guðmundur hafi yfirgefið flokkinn ætlar
hann ekki að segja skilið við þingmannssæti
sitt. Í gegnum tíðina hefur það verið gagn-
rýnt að menn sem yfirgefa flokka sína sitji
áfram á Alþingi eins og ekkert hafi ískorist.
Það er í gegnum atkvæði greidd flokkum sem
þeir komast á þing. Á móti er bent á að þegar
menn taka sæti á þingi skrifa þeir undir holl-
ustueið þess efnis að þeir séu bundnir engu
öðru en sannfæringu sinni.
Flokkaflakk í skjóli stjórnarskrár
Ólafur Þ. Harðarson prófessor segir þetta
vissulega setja atkvæðin í sérkennilegt ljós
þegar litið sé til þess að kerfið hafi þróast
með þeim hætti í flestum vestrænum löndum
að kjósendur séu aðallega að kjósa flokka en
ekki einstaklinga. „Jájá, menn hafa sagt sem
svo að þeir séu að kaupa köttinn í sekknum.
Hins vegar er skýlaust ákvæði í stjórnarskrá
sem tryggir mönnum þennan rétt; að þing-
menn séu eingöngu háðir samvisku sinni en
ekki fyrirmælum frá kjósendum. Þetta er
hugmynd um fulltrúaræði sem á rætur að
rekja til Játmundar Burke (1729-1797) sem
var einn af höfundum íhaldsstefnunnar,“
segir Ólafur.
En aðalmálið er að stjórnarskráin veitir
mönnum þennan rétt; hvað sem segja má um
siðferðið þá eiga þeir áframhaldandi þing-
setu við sig sjálfa. „Þannig hefur þetta alltaf
verið. Menn hafa talað um flokkaflakkara
með nokkurri fyrirlitningu en margir þeirra
hafa spjarað sig og vel það; Ásgeir Ásgeirs-
son forseti er til dæmis um þetta. Hann var
fyrst þingmaður Framsóknarflokksins, fór
svo í Alþýðuflokk. Kjósendur láta menn ekki
endilega gjalda flokkaflakks og klofninga, því
fer fjarri, ef þetta eru sæmilega öflugir menn
og andrúmsloftið í kringum þá er hentugt.
Guðmundur metur það greinilega svo að
grundvöllur sé fyrir framboði hægra megin
við miðju.“
Órói í þingflokkahjörðum
Guðmundur Steingrímsson er ekki einn um
að sitja sem óháður þingmaður á Alþingi.
Langt í frá. Þeir eru fleiri pólitísku undanvill-
ingarnir* sem sitja á þingi. Engin dæmi eru
um annan eins flótta úr þingflokkum og nú
enda voru aðstæður við síðustu kosningar
sérstakar. Þær mynduðust í kjölfar Búsá-
haldabyltingar og flokkakerfið var veikara en
nokkru sinni.
Þráinn Bertelsson komst á þing sem maður
á lista Borgarahreyfingarinnar. Þráinn sagði,
eins og algengt er um þá sem vilja vera áfram
á þingi en ekki með fyrrum félögum sínum,
að það hefði verið Borgarahreyfingin sem
yfirgaf hann en ekki hann Borgarahreyf-
inguna. Eftir nokkra veru í samnefndum
þingflokki, eins og Davíð Oddsson orðaði það
í Staksteinaskrifum, ákvað Þráinn að ganga
til liðs við þingflokk Vinstri grænna. Þráinn
ver ríkisstjórnina falli – stjórnarliðar eru 32
gegn 31 stjórnarandstæðingi – og er skyndi-
lega orðinn með valdameiri þingmönnum
eins og kom í ljós þegar hann hótaði að hætta
stuðningi nema ríkisstjórnin gerði eitthvað í
málefnum Kvikmyndaskólans.
Eitt er að yfirgefa þingflokkinn, annað
að yfirgefa flokkinn sem slíkan. Þannig er
því farið með Atla Gíslason og Lilju Móses-
dóttur. Þau sögðu skilið við þingflokk Vinstri
grænna en treystu sér ekki til að styðja
fjárlagafrumvarp þessa árs auk þess sem
aðildarviðræður við Evrópusambandið skiptu
máli. Ásmundur Einar Daðason gerði slíkt
hið sama og er frægt þegar hann á í kjölfar
þess að hafa komið inn á Póstbarinn, þar sem
Atli og Lilja sátu, og hrópaði: Yesss! Ásmund-
ur Einar gekk svo til liðs við þingflokk Fram-
sóknarflokksins.
Ekki aðeins einkennir flokkaflakk þetta
kjörtímabil því ónefndir eru þeir þingmenn
sem viku sæti vegna ávirðinga um meint
hneykslismál og/eða hagsmunatengsl: Stein-
unn V. Óskarsdóttir yfirgaf þingið og í henn-
ar stað kom Mörður Árnason sem þingmaður
Samfylkingarinnar. Björgvin G. Sigurðsson,
Samfylkingu, vék tímabundið af þingi sem og
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Sjálfstæðis-
flokki. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Illugi
Gunnarsson, tók sér hlé frá störfum og inn
fyrir hann kom Sigurður Kári Kristjánsson.
Frægir flokkaflakkarar
Þótt þetta sé mikill órói, styggð í hjörðum, og
með meira móti, segir Ólafur Þ. Harðarson
að klofningur og flokkaflakk eigi sér langa
sögu á Íslandi. Þar eru í lykilhlutverkum
margir frægustu stjórnmálamenn landsins.
„Allt frá því að Tryggvi Þórhallsson klauf sig
úr Framsóknarflokknum 1933 til 1934, varð
undir í átökum við Hriflu-Jónas og stofnaði
Bændaflokkinn. Hann hafði verið forsætis-
ráðherra en hann féll svo
fyrir Hermanni Jónassyni, afa
Guðmundar, í þingkosningum
1934. Tryggvi dó skömmu
síðar og Bændaflokkurinn
varð ekki að neinu.“
Síðan hafa margir skipt um
flokka og frægustu dæmin
eru þrír höfðingjar, að sögn
Ólafs. „Frægustu dæmin um
þá sem hafa verið í þremur
flokkum, eins og Guðmundur
Steingrímsson verður ef
hann stofnar nýjan flokk, eru
Hannibal Valdimarsson, faðir
Jóns Baldvins, sem sat á þingi
fyrir þrjá flokka; fyrst sem
formaður Alþýðuflokksins,
svo fyrir Alþýðubandalagið
og loks Samtök frjálslyndra
og vinstri manna. Jón Baldvin
fetaði í fótspor hans: Alþýðu-
bandalagið, Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna og
svo Alþýðuflokkurinn; aðeins
formaður í þeim flokki. Sá
þriðji er forseti vor Ólafur
Ragnar Grímsson. Hann var í
Framsóknarflokknum, klauf
sig út úr honum í Möðruvalla-
hreyfingunni árið 1974, hún gekk inn í Sam-
tök frjálslyndra og vinstri manna og svo gekk
hann í Alþýðubandalagið. Já, það er löng
og mikil hefð fyrir þessu,“ segir prófessor
Ólafur.
Tíu ný framboð náð inn á þing
Og fleiri þungavigtarmenn má vissulega
nefna. Vilmundur Gylfason klauf sig út úr
Alþýðuflokknum til að stofna Bandalag jafn-
aðarmanna árið 1983. Árið 1987 klauf Albert
Guðmundsson sig út úr Sjálfstæðisflokknum
til að stofna Borgaraflokkinn. Árið 1994 gekk
Jóhanna Sigurðardóttir úr Alþýðuflokknum
til að mynda Þjóðvaka. Um 1999 gekk Sverrir
Hermannsson úr Sjálfstæðisflokknum og
stofnaði Frjálslynda flokkinn. Hann var
reyndar þá bankastjóri en hafði verið settur
af þegar hann stofnaði flokkinn. Sverrir hafði
verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins um
árabil.
Þótt mörg dæmi séu um sterka stjórn-
mála menn sem lifað hafa flokkaflakk af og
vel það eru þau ekki síður mörg dæmin um
menn sem hafa ekki náð árangri á nýjum
vettvangi. Kristinn H. Gunnarsson er þriggja
flokka maður; var í Alþýðubandalaginu, þá
Framsókn og loks Frjálslyndum. Gunnar
Örn Örlygsson var þingmaður
Frjálslyndra en gekk í Sjálf-
stæðisflokkinn og gufaði þar
upp sem stjórnmálamaður.
Fjölmörg önnur dæmi má
nefna.
„Síðan árið 1971 hafa í
kringum tíu flokkar og flokks-
brot, fyrir utan þessa fjóra
gömlu, og teljum við þá ekki
VG og Samfylkinguna með,
fengið sæti á Alþingi. Lang-
flestir klofningar úr eldri
flokkum. Aðeins Kvenna-
hreyfingin og Borgarahreyf-
ingin eru ekki klofningar úr
eldri flokkum. Þessi framboð
hafa yfirleitt verið að fá 5 til
12 prósent í kosningum. Hins
vegar eru miklu fleiri flokkar
sem boðið hafa fram til þings
en ekki náð inn á þing,“ segir
Ólafur Þ. Harðarson.
Hvað gerir Guðmundur?
Þetta eru spennandi tímar í
stjórnmálum. Mikið um-
rót eftir hrun. „Menn eru
óánægðari með stjórnmál og
stjórnmálamenn en nokkru
sinni áður. Óvissa um alla hluti í íslenskri
pólitík, meiri en verið hefur í áratugi,“ segir
Ólafur. Hann telur óðs manns æði að spá
fyrir um hvort og hvernig Guðmundur setji
þar strik í reikning.
„Ef Guðmundur stofnar Evrópusinnaðan
miðjuflokk sem nær fylgi er mikilvægasta
afleiðing af því að það gerir Framsóknarflokk
og Sjálfstæðisflokk miklu erfiðara fyrir að
ná hreinum meirihluta í næstu kosningum.“
Ólafur segir það vera hið fyrsta sem blasi við.
Hins vegar er óvíst hvort hann sópar til sín
fylgi frá Samfylkingunni. „Þetta er algerlega
opið. Það eina sem við getum sagt er að þetta
er jarðvegurinn sem hann ætlar að sækja í.“
Jakob Bjarnar Grétarsson
ritstjorn@frettatiminn.is
Pólitískir undanvillingar*
Frétt vikunnar er sú, sé miðað við umfang umfjöllunar fjölmiðla, að Guðmundur
Steingrímsson þingmaður sagði bless við Framsóknarflokkinn. Guðmundur
hyggst sitja áfram á þingi þótt hann hafi sagt skilið við flokkinn sem fleytti
honum inn í húsið við Austurvöll. Jakob Bjarnar Grétarsson komst að því að
hann er sannarlega ekki einn um það í íslenskri stjórnmálasögu.
* Samkvæmt Snöru merkir undanvillingur lamb sem villst hefur frá móður sinni eða ráðlítill maður sem hefur horfið frá fyrri stefnu.
Flokkaflakkarar
að nýju. Sagan
á eftir að leiða
það í ljós hvort
þau þessi eiga
eftir að hverfa
í gleymskunnar
dá eða skrá
nafn sitt feitu
letri í stjórn
málasöguna.
Frægir flokkaflakk
arar. Þungavigtar
menn sem flökk
uðu milli flokka,
en stemningin í
kringum þá var
slík að kjósendur
létu þá ekki gjalda
flokkaflakks eða
klofnings – nema
síður væri.
Guðmundur Steingrímsson. Maður vikunnar. Guðmundur þarf ekki
að leita lengra en í fjölskyldusögu sína til að læra um hversu vel
klofningsframboð geta reynst. Afi hans Hermann felldi Tryggva
Þórhallsson, fyrrverandi forsætisráðherra, af þingi í kosningum
árið 1934. Þetta var eftir að Tryggvi hafði klofið sig út úr Fram
sókn og stofnað Bændaflokkinn.
Klofningur og
flokkaflakk á
sér langa sögu
á Íslandi. Og
þar eru í lykil
hlutverkum
margir fræg
ustu stjórn
málamenn
Íslands.
Helgin 26.28. ágúst 2011