Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 23
viðtal 21 Helgin 26.-28. ágúst 2011
* Öll fargjöld miðast við fl ug báðar leiðir, skattar og gjöld innifalin, verð miðast við 20. júlí 2011 og er háð framboði.
Um helgar og á almennum frídögum getur framboð verið takmarkað.
Ferðatímabil: 1. október – 31. mars 2012 nema Peking og Tokyo sem verður 1. nóvember – 31. mars 2012.
fl ysas.is
Reykjavík Báðar leiðir frá*
Haugasund Kr. 40,500
Bodø Kr. 52,800
Álasund Kr. 44,900
Bergen Kr. 39,200
Stafangur Kr. 39,200
Reykjavík Báðar leiðir frá*
Þrándheimur Kr. 44,900
Tromsö Kr. 52,800
Peking Kr. 102,600
Tokyo Kr. 104,800
FULLT AF LÁGUM FARGJÖLDUM
LIGGJA Í LOFTINU
Bókaðu fyrir 29. ágúst 2011
Skoðaðu
síðuna okkar
í snjallsímanum
þínum
Sigurjón segir að það sé enginn
hægðarleikur að fá hæfileikafólk í
slíkum þungavigtarflokki saman í
mynd. „Enda kosta svona leikarar
12 til 13 milljónir dollara en það
tókst alla vega að koma þessu öllu
saman.“
Fagmaður með skoðanir
Þá vantaði þriðja manninn og
Sigurjón frétti að De Niro væri laus
og ákvað að reyna að nálgast hann.
„Hann las handritið og fannst það
áhugavert en gerði samt smá at-
hugasemdir við sína eigin persónu.
Við Gary ræddum við hann í fram-
haldinu. Leikstjórinn var að sjálf-
sögðu mjög stressaður því hann
hafði aldrei leikstýrt mynd og nú
þurfti hann að fara að svara spurn-
ingum frá Robert De Niro, bæði um
kvikmyndina og hvernig hans pers-
óna ætti að vera og af hverju hún
væri eins og hún væri. En það gekk
bara mjög vel og De Niro sagðist
ætla að hugsa málið. Eftir þennan
fund var rullan hans stækkuð en
hún var frekar rýr í byrjun. Þetta
var gert í samvinnu við De Niro,
þótt hann hafi auðvitað ekki skrifað
neitt, en hann kom með ákveðnar
athugasemdir og töluvert innlegg
í persónuna sína. Hann spurði
margra spurninga eins og kannski
fagfólk gerir. Hann er fagmaður
fram í fingurgóma. Hann kom svo
mun betur undirbúinn en allir áttu
von á í tökur. Ég veit samt ekki af
hverju allir héldu að hann yrði ekki
vel undirbúinn.“
Statham er grjótharður
Jason Statham hefur fest sig
í sessi sem einhver öflugasti
hasarleikari síðustu ára og hefur
farið hamförum í Transporter- og
Crank-myndunum, The Expenda-
bles og The Mechanic. Líkamlegt
atgervi hans skemmir heldur
ekki fyrir en hann keppti á árum
áður með liði Breta í dýfingum á
Ólympíuleikunum.
„Jason tók mjög virkan þátt í
þessu öllu vegna þess að hann
kom fyrstur um borð og var með
í ferlinu frá upphafi. Ég myndi nú
ekki segja að hann væri ljúfur,“
segir Sigurjón þegar hann er
spurður hvort Statham sé sami
harðjaxlinn í eigin persónu og
á hvíta tjaldinu. „Hann er aftur
á móti afar flinkur og rosalega
nákvæmur. Hann þekkir kannski
hasarinn betur en flestir og hugar
að öllum smáatriðum. Honum
er til dæmis ekki sama hvernig
menn eru kýldir og hvort eða
hvernig vinstri handar höggi
er fylgt eftir með hægri handar
höggi, eða hvernig stýrinu er snú-
ið eftir því hvort verið er að keyra
á 50 kílómetra hraða eða 100, og
hver viðbrögðin eru.“
Línudans með atvinnumönnum
„Það er mjög gaman að vinna með
svona leikurum enda eru þetta
topp atvinnumenn og ég myndi
segja að þeir hafi allir þrír borið
gagnkvæma virðingu hver fyrir
öðrum þótt þeir hafi aldrei hist
áður. De Niro er auðvitað goð-
sögn og þeir gerðu að sjálfsögðu
allir sínar kröfur. Maður fer ekk-
ert með þá eins og sauðfé í rétt.
Þannig að þetta er ákveðinn línu-
dans, og þá líka á milli þeirra allra
þannig að þeim finnist þeim öllum
gert jafn hátt undir höfði. Þetta á
ekki síst við um hlutverk þeirra og
persónur. Stundum stangaðist það
sem Clive vildi að væri að gerast á
við það sem Jason vildi og þá þurfti
bara að fara sáttasemjaraleiðina
í því.
Kvikmyndagerð er samvinna
en hún er ekki lýðræði og það er
mikill munur þar á, og það er hlut-
verk framleiðandans að sameina
þessi öfl þannig að öllum finnist
hlustað á þá en tryggja um leið að
rödd leikstjórans og upphaflegur
tilgangur handritsins glatist ekki.
Það er stundum hætta á því.“
Í Killer Elite leikur Jason Statham fyrrverandi SAS-mann
sem neyðist til að taka að sér það verkefni að elta uppi og
drepa þrjá fyrrum kollega sína úr sérsveitinni til þess að
bjarga lífi læriföður síns sem Robert De Niro leikur.
Þessir þrír menn, sem eru vitaskuld bráðfeigir þegar
Statham er kominn á hæla þeirra, hafa unnið það til saka að
hafa drepið þrjá syni sjeiks í Oman í frægri árás sveitarinnar
á Oman árið 1972.
Clive Owen leikur svo SAS-mann sem tók ekki þátt í þeirri
árás en stendur dyggan vörð um félaga sína sem eru orðnir
að skotmarki í hefndarleiðangri sjeiksins. Þannig að óhætt
er að segja að stálin stinn mætist þegar þessum þraut-
þjálfuðu hermönnum lýstur saman 1980, átta árum eftir
árásina í Oman.
Sá sigrar sem
þorir! Sérsveit
breska hersins
þykir ein sú besta
á sínu sviði og
í hana komast
bara járngrimm
hörkutól sem berj-
ast undir slagorðinu
Who Dares Wins. Sveitin
á rætur að rekja aftur til
ársins 1941 en varð heims-
þekkt eftir frækilega árás á
sendiráð Írans í London árið 1980
þar sem markmiðið var að frelsa
26 gísla. Árásin tók 17 mínútur,
einn gíslanna féll og tveir særðust
alvarlega en sérsveitin felldi alla
hryðjuverkamennina nema einn.
Robert De Niro og Jason Statham
snúa bökum saman í grimmilegri
baráttu við gamla félaga úr SAS.
Vopnabræður berjast