Læknablaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ
GEFIÐ Ú T AF LÆKNAFÉLAGI ÍSLANDS
O G L/Æ K NAF É LAG I REYKJAVÍKUR
Aðalritstjóri: Olafur Jensson. Meðritstjórar: Karl Strand og
Þorkell Jóhannesson (L.Í.), Ásmundur Brekkan og Hrafn Tulinius (L.R.)
55. ÁRG. REYKJAVÍK, JÚNÍ 1969 3. HEFTI
HARALDUR JONSSQN
LÆKNIR
f. 30. nóvember 1897 — d. 5. júlí 1967
Haraldur Jónsson var fæddur á Tjörn á Vatnsnesi. Foreldrar: Jón
Stefán Þorláksson, prestur þar, og síðari kona hans, Ragnheiður Páts-
dóttir frá Bæli í Víðidal.
Haraldur varð stúdent í Reykjavík í júní 1917, cand. phil. við Há-
skóla íslands í júní 1918 og cand. med. í júní 1924; kandídat á fæð-
ingardeild Rigshospitalets í Kaupmannahöfn í ágúst 1927. Hann var
staðgöngumaður héraðslæknisins í Miðfjarðarhéraði júlí 1924 til maí
1925; settur 25. maí 1925 héraðslæknir í Reykdælahéraði frá 1. júní
að telja til 1. júní 1926; settur að nýju 22. júní 1926 frá 1. júlí að
telja til 1. júní 1927 og enn 22. júní 1927 og skipaður 25. júlí 1932.
13. ágúst 1936 var hann skipaður héraðslæknir í Mýrdalshéraði frá
1. okt. að telja og starfaði þar síðan, en fékk lausn frá embætti 1. okt.
1962. Fluttist hann þá til Reykjavíkur og dó þar.
Haraldur var kvæntur Maríu Kristínu Skúladóttur Thoroddsen,
alsystur læknanna Guðmundar og Katrínar.
Börn: Jón Þór, fæddur 13. apríl 1933, cand. mag., blaðamaður í
Reykjavík; Ragnheiður Guðrún, fædd 25. apríl 1927.