Læknablaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 22
78
LÆKNABLAÐIÐ
klóramfenikól. Samkvæmt athugun Welch’s kemur anemia aplas-
tica fyrir oftar hjá konum en körlum, 1.6 :1, og rúmlega 60%
áttu sér stað meðal barna undir 10 ára aldri.9
Blóð- og mergmynd
Sjúklingar skiptast í tvo hópa eftir frumufjölda mergsins: 1)
þá, sem hafa frumufáan merg (aplasia), 2) þá, sem hafa eðlileg-
an frumufjölda. Yunis og Bloomberg 10 fundu frumufáan merg
í 61 sjúklingi af 88, er þau fóru yfir áður birt dæmi um tilfelli
af klóramfenikól-eiturverkunum. Blóðmyndin var nær alltaf pan-
cytopenia. Upphaf einkenna var í 73% þessara tilfella V2—5 mán-
uoum eftir síðasta skammt af klóramfenikóli. 90% þessara sjúkl-
inga létust. 1 hinum hópnum var algengast blóðleysi eitt eða blóð-
leysi og fækkun kyrnikorna, og upphaf breytinganna mátti greina,
meðan á klóramfenikólmeðferð stóð. Batahorfur voru góðar.
Pathogenesis
Þar sem flest dauðsföll verða í hópi þeirra, sem hafa pan-
cytopenia og frumufáan merg, væri æskilegt að geta fundið fyrir-
fram þá, sem mest eiga á hættu að fá þennan fylgikvilla klór-
amfenikólnotkunar. Þrátt fyrir miklar rannsóknir hafa enn
engin ráð fundizt til þess, og engin skýring er fyrir hendi á því.
hvernig klóramfenikól veldur anemia aplastica. Getgátur, enii
sem komið er óstaðfestar, eru uppi um „autoimmune" orsök eða
einhvers konar einstaklingsbundið ofnæmi.
Nokkru öðru máli gegnir um merghindrun þá, sem lagast, sé
notkun klóramfenikóls hætt. Þannig hefur komið í ljós, að klór-
amfenikól hindrar erythropoiesis. Sést það m. a. á því, að net-
frumum fækkar og alveg tekur fyrir eðlilega netfrumuaukningu,
ef klóramfenikól er gefið jafnframt vítamíni B, <, í anemia perni-
ciosa eða járni í járnskortsblóðleysi.11 Rubin og samstarfsmeim
lians sýndu fram á seinkun á upptöku Fe59 í forstig rauðra blóð-
korna, hækkun á serum-járni og mettum transferrins (þ. e. járn-
bindandi eggjahvítuefnis í blóðvökva) og seinkun á fjarlægingu
Fe59 úr blóðvökva.12
1 beinmerg má sjá holur (vacuolur) í pronormoblöstum og
fækkun seinni forfeðra rauðra blóðkorna. Holur finnast einnig
í stöku plasmafrumum, megakaryocytum og forstigum kyrni-
korna (granulocyta), enda getur þeim fækkað nokkuð við stóra
skammta af klóramfenikóli. Allar þessar breytingar hverfa á
nokkrum dögum, eftir að notkun lyfsins er hætt, en sé það notað