Læknablaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 24
80
LÆKNABLAÐIÐ
g) af klóramfenikóli, en ekki hjá þeim, sem fengu 11—45 mg/
kg/dag (1-3 g).
Enn er óljóst, hvort fyrrnefndar breytingar á erythropoiesis
(sem lagast, þegar hætt er við lyfið) eru upphafið á anemia
aplastica eða hvort þessar tvær myndir eiturverkana klóramfeni-
kóls eru óskyldar. Því hefur verið haldið fram, að hér sé um sama
fyrirbrigðið að ræða, en eingöngu með stigsmun. Yunis og Bloom-
berg halda því hins vegar fram, að ekkert bendi til þess, að anemia
aplastica sé tengd fyrrnefndum hindrunum á erythropoiesis, sem
þau telja vera farmkologiska verkun lyfsins.10
Anemia aplastica sést iðulega eftir nokkrar endurteknar stuti-
ar klóramfenikólgjafir. Ofnæmi er þó ekki talið eiga þátt í mynd-
un sjúkdómsins í þessum tilfellum eða öðrum. Það, sem virðist
skipta máli, er, að gefið heildarmagn klóramfenikóls er mikið,
þótt hver gjöf sé stutt. En eins og fyrr getur, er til skráð til-
felli af anemia aplastica hjá 6 ára telpu, sem fengið hafði 2 g
af klóramfenikóli.14 Ef aplasia í merg er þannig ekki beint háð
klóramfenikólskammtinum, kann orsökin fyrir honum að liggja
í einhvers konar einstaklingsbundnu næmi. Þessari kenningu ti!
stuðnings eru niðurstöður Yunis og Arimura,18 er þau gerðu
samanburð á upptöku á C14-formati í DNA og RNA beinmergs
sjúklinga, sem annars vegar höfðu fengið mergaplasiu, sem tal-
in var stafa af klóramfenikóli, og hins vegar sjúklinga með merg-
aplasiu, sem ekki var talin tengd klóramfenikóli. 1 fyrri hópnum
komu fram 20—30% hindrun á upptöku C14-formati við þéttn-
ina 25—50 pg/ml af klóramfenikóli í mergsýni. Síðari hópurinn
sýndi enga hindrun, fyrr en þéttnin var vel yfir 100 pg/ml.
Leiddar hafa verið getur að því, að lyfið safnist saman í
mergnum, en það hefur ekki fengizt staðfest.
Horfur
Meira en helmingur sjúklinga með anemia aplastica deyr af
völdum sjúkdómsins, og samkvæmt athugun Lewis hagar sjúk-
dómurinn sér eins, hvort heldur vitað er um orsök eða ekki.10 I
sumum tilfellum látast sjúklingarnir innan nokkurra vikna frá
fyrstu einkennum. Hjá þeim, sem lifa, getur fullur bati dregizt.
í mörg ár og kemur stundum aldrei. Algengasta orsök dauða er
blæðing, en þar næst sýking. Fækkun blóðflaganna hefur fremur
í för með sér slæmar horfur en fækkun kyrnikorna.
Dánartala þeirra, sem komnir voru yfir fertugt, er greini-
lega hærri en þeirra, sem yngri eru.