Læknablaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ
77
við það vegna áhrifa þess á fjölda sýkla, þar á meðal richettsiae
og jafnvel fáeinar tegundir veirna. I fyrstu var lyfið gefið mjög
frjálslega, þar sem áherzla hafði verið lögð á skaðleysi þess.
1 sameind lyfsins er nitróbenzólhringur.
CH.OH 0
i 2 n
C—NH—C—
I
H
chci2
Því var það, að þeir, sem til þekktu, töldu í upphafi líklegt, að
lyfið gæti valdið mergskemmdum. Þess þurfti ekki heldur lengi
að bíða, að slík tilfelli kæmust á skrá. Um og upp úr 1950 birtist
fjöldi greina um eiturverkanir lyfsins á blóðmerg.1* 2> 3> 4> 5 Eit-
urverkanir þessar komu fram í ýmsum myndum, svo sem anemia
aplastica eða hypoplastica, granulocytopenia eða thrombocyto-
penia. Aðrar aukaverkanir eru húðútbrot og meltingartruflanir
og svokölluð „gráa veikin“ hjá fyrirburðum.3
Milli 45%—80% skráðra tilfella af anemia aplastica hafa
verið álitin af óþekktum orsökum.7 Sjúkdómsmyndin er eins,
hvort heldur sjúkdómurinn er af völdum lyfja eða ekki. 1 hverju
tilfelli kann því að vera erfitt að ákveða, hvort undanfarandi
lyfjagjöf sé völd að sjúkdómnum. Ákvörðunin styðst raunar ein-
göngu við mat læknisins á upplýsingum um lyfjanotkun og upp-
haf sjúkdómsins. Sönnun á orsakasambandi lyfjanotkunar og
sjúkdómsmyndunar kann því í ýmsum tilfellum að standa völt-
um fótum, en tíðni anemia aplastica, thrombocytopenia eða kyrni-
kornahraps (agranulocytosis) með eða í kjölfar klóramfenikóls
er óræk vísbending um hættuna, sem af notkun þess kann að
leiða.
Áætlanir um tíðni anemia aplastica eftir klóramfenikól hafa
verið frá einum af 100.000 niður í eitt af 800.000 skiptum, sem
lyfið er gefið.8 Þótt tíðnin hafi ekki verið áætluð hærri, er klór-
amfenikól eigi að síður ein veigamesta orsök anemia aplastica.
1 Bandaríkjum Norður-Ameríku voru skráð á árunum 1952 og
1953 607 tilfelli af anemia aplastica. 279 þeirra urðu samfara
lyfjagjöf, og var klóramfenikóli kennt um sjúkdóminn í 94 tilfell-
anna. Af 97 sjúklingum með þennan sjúkdóm, sem skráðir voru
hjá The Registry of Blood Dyscrasias árið 1962, höfð 47 fengið