Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 36
88 LÆKNABLAÐIÐ liða, ef hún er skert á einhvern hátt vegna meðfæddra lýta, sjúk- dóma eða meiðsla." 1 stórum dráttum er starfssvið sérgreinarinnar: 1) meiðsli á beinum, liðum, liðböndum, sinum og vöðvum, 2) sjúkdómar í beinum, liðum, vöðvum, sinum og liðböndum, 3) meðfædd bæklun í beinum, vöðvum, sinum og liðböndum, 4) truflanir á tauga- og vöðvastarfseminni, 5) stöðutruflanir. Þau líffæri, sem mynda uppistöðu líkamans, eru fyrst og fremst í verkahring sérgreinarinnar, og þar af leiðandi verða sérfræðingar í þessari grein að hugsa mikið í vinklum, stytting- um, hreyfanleika og stöðugleika þessarar uppistöðu. Afl- og jafn- vægisfræðilegar spurningar einkenna því mjög þessa sérgrein — og með vaxandi vísindavinnu innan hennar einnig sköpulagsfræði, líffræði og lífefnafræði. Nútímasjúkdómsgreining og meðferð og hin öra þróun inn- an þessarar greinar gerir sífellt meiri kröfur til stöðugrar og aukinnar samvinnu við aðrar sérgreinir. Nýjar og bættar skurð- aðgerðir á liðum og beinbrotum og auknar og endurbættar aðgerð- ir við liðagikt verða árangursríkari og gefa betri vonir um bjart- ari framtíð fyrir sjúklinginn en hingað til hefur verið unnt. Verksvið sérgreinarinnar hefur breytzt mikið hin síðari ár. Beina- og liðaberklar verða stöðugt fátíðari, og mænuveikifarsótt hefur ekki geisað í mörg ár. Á hinn bóginn aukast ellisjúkdómar í beinum og liðum og umferðarslysum fjölgar.6 Almennt er nú viðurkennt, að beina- og liðameiðsli eigi að meðhöndla á „orthopaediskum“ sérdeildum, eins og brjósthols- meiðsli á sérdeildum fyrir þá sjúkdóma og kviðarholsmeiðsli á almennum skurðlæknisdeildum. Við margþætt meiðsli er náin samvinna milli hinna ýmsu sérgreina að sjálfsögðu nauðsynleg. Slysaskurðlækningar eru ekki bundnar við neitt eitt líffærakerfi, og væri því skref aftur á balt til 18. aldar skurðlækninga, áður en skurðlæknisfræðin greindist í fleiri sérgreinir, að einn slysa- skurðlæknir gerði að öllum meiðslum í hinum ýmsu líffærakerf- um. Að sjálfsögðu er hin eina rétta verkaskipting nú á tímum, að hver sérgrein sjái um sitt í nánu samstarfi við aðrar greinir, þegar um margþætt meiðsli er að ræða. III. Eflum þróun sérgreinarinnar á íslandi I löndum nær og fjær Islandi er góð þjónusta í þessari sér- grein eins sjálfsögð við almenning og í öðrum greinum læknis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.