Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1969, Page 34

Læknablaðið - 01.06.1969, Page 34
86 LÆKNABLAÐIÐ en það, sem þýtt er með latneska orðinu deformis, er orðið rétt- nefni. Hins vegar má þá ekki kalla alla aðra ytri sem innri bækl- un, sem ekki er þýdd á latínu deformis, bæklun. Almenningur á Islandi veit í aðalatriðum, hvað t. d. berkla- læknirinn, augnlæknirinn eða skurðlæknirinn fæst við, og er sammála opinberum gögnum um nafn þessara sérgreina. Þetta gildir því miður ekki um sérgreinina bæklunarlækningar og er vel skiljanlegt, þar sem hið opinbera nafn er bæði óþjált í notkun og auk þess villandi um starfssvið sérgreinarinnar. Nafn almenn- ings er aftur á móti þjálla í notkun og í rauninni nær sannleik- anum. Virðist því full þörf endurskoðunar á nafninu bæklunar- lækningar um sérgreinina orthopaedia, sem er alþjóðaheiti hennar. Það hlýtur að eiga sínar orsakir, að ekkert eitt nafn er greypt í hugi fólks, er þjált sé í notkun og þyki eðilegt sem heiti þess- arar sérgreinar. Islenzkir læknar virðast einnig ósammála um heiti sérgreinarinnar, ef dæma má af gögnum um atvinnuheiti eins og t. d. í símaskránni,4 og gerir það þörfina á endurskoð- un og endurbótum á nafninu enn brýnni. Ekki hefur enn tekizt að finna nafn, sem felur í sér alla þá kosti, sem nauðsynlegir eru. Auðvitað væri bezt að fá íslenzkt orð og iosna við hið al- þjóðlega heiti, þó að það sé út af fyrir sig auðvelt orð. En almenn- ingur veit ekki, hvað það táknar. Þó væri kannski ekki erfitt að vekja skilning manna á því, ef þróun greinarinnar verður á næstu árum sú, sem æskilegt er og vonir standa til. Bæklunarlækningar er elcki 'heppilegt orð, og beinalækning- ar, sem er þjálla, skýrir greinina ekki nægilega. Ef til vill væri einfaldast að kalla greinina beina- og liðaskurðlækningar, sem er réttnefni, en heitið er kannski of langt. Hér er því verkefni fyrir hina mörgu og góðu málfræðinga okkar í samstarfi við læknastéttina og þá helzt sérfræðinga grein- arinnar. Ekki veit ég, hvort sú leið hefur verið reynd áður, en sé svo, sakar ekki að reyna aftur, því að fá eru dæmi þess, að mál- fræðingum okkar hafi mistekizt að finna íslenzk orð fyrir erlend. II. Þróun og verksvið „bæklunarlækninga“ Eins og svo margar aðrar greinir læknisfræðinnar á einnig þessi uppruna sinn í upphafi sögunnar. Hippocrates meðhöndl- aði bæklaða liði eins og t. d. meðfætt liðhlaup í mjöðmum og meðfædda bægifætur. Orð eins og kyphosis, scoliosis og lordosis hefur hann og skóli hans fært inn í læknamálið. Gervilimir voru

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.