Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 34
86 LÆKNABLAÐIÐ en það, sem þýtt er með latneska orðinu deformis, er orðið rétt- nefni. Hins vegar má þá ekki kalla alla aðra ytri sem innri bækl- un, sem ekki er þýdd á latínu deformis, bæklun. Almenningur á Islandi veit í aðalatriðum, hvað t. d. berkla- læknirinn, augnlæknirinn eða skurðlæknirinn fæst við, og er sammála opinberum gögnum um nafn þessara sérgreina. Þetta gildir því miður ekki um sérgreinina bæklunarlækningar og er vel skiljanlegt, þar sem hið opinbera nafn er bæði óþjált í notkun og auk þess villandi um starfssvið sérgreinarinnar. Nafn almenn- ings er aftur á móti þjálla í notkun og í rauninni nær sannleik- anum. Virðist því full þörf endurskoðunar á nafninu bæklunar- lækningar um sérgreinina orthopaedia, sem er alþjóðaheiti hennar. Það hlýtur að eiga sínar orsakir, að ekkert eitt nafn er greypt í hugi fólks, er þjált sé í notkun og þyki eðilegt sem heiti þess- arar sérgreinar. Islenzkir læknar virðast einnig ósammála um heiti sérgreinarinnar, ef dæma má af gögnum um atvinnuheiti eins og t. d. í símaskránni,4 og gerir það þörfina á endurskoð- un og endurbótum á nafninu enn brýnni. Ekki hefur enn tekizt að finna nafn, sem felur í sér alla þá kosti, sem nauðsynlegir eru. Auðvitað væri bezt að fá íslenzkt orð og iosna við hið al- þjóðlega heiti, þó að það sé út af fyrir sig auðvelt orð. En almenn- ingur veit ekki, hvað það táknar. Þó væri kannski ekki erfitt að vekja skilning manna á því, ef þróun greinarinnar verður á næstu árum sú, sem æskilegt er og vonir standa til. Bæklunarlækningar er elcki 'heppilegt orð, og beinalækning- ar, sem er þjálla, skýrir greinina ekki nægilega. Ef til vill væri einfaldast að kalla greinina beina- og liðaskurðlækningar, sem er réttnefni, en heitið er kannski of langt. Hér er því verkefni fyrir hina mörgu og góðu málfræðinga okkar í samstarfi við læknastéttina og þá helzt sérfræðinga grein- arinnar. Ekki veit ég, hvort sú leið hefur verið reynd áður, en sé svo, sakar ekki að reyna aftur, því að fá eru dæmi þess, að mál- fræðingum okkar hafi mistekizt að finna íslenzk orð fyrir erlend. II. Þróun og verksvið „bæklunarlækninga“ Eins og svo margar aðrar greinir læknisfræðinnar á einnig þessi uppruna sinn í upphafi sögunnar. Hippocrates meðhöndl- aði bæklaða liði eins og t. d. meðfætt liðhlaup í mjöðmum og meðfædda bægifætur. Orð eins og kyphosis, scoliosis og lordosis hefur hann og skóli hans fært inn í læknamálið. Gervilimir voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.