Læknablaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 54
100
LÆKNABLAÐIÐ
við talningu. Alls gáfu 42 sýni litarsvörun, og reyndust sjö þeirra
innihalda > 100.000 sýkla í ml. Svörun fjögurra þessara sjö sýna
eru skýrð við IV. töflu, en svörun þriggja þeirra tóksl elcki að
skýra, þó að kannaðar væru sjúkraskrár.
Þakkir
Dr. med. Sigurður Samúelsson prófessor, yfirlæknir lyflækn-
ingadeildar Landspítalans, og dr. med. Óskar Þórðarson, yfirlækn-
ir hdlækningadeildar Borgarspítalans, veittu góðfúslega leyfi til
þvagsýnitöku á sjúklingum deildanna. Eru þeim færðar þakkir
fyrir þann stuðning.
Þá er dr. med. Ólafi Bjarnasyni prófessor, forstöðumanni Rann-
sóknastofu Háskólans, þökkuð fyrirgreiðsla i sambandi við rann-
sóknaraðstöðu.
Ályktanir
Gra,m-jákvœðir sýklar (staphylo- og streptococci)
Eins og sjá má á I. og II. töflu, reyndist uriglox ónothæft við þessar
tegundir þvagfærasýkingar.
BlandaSur sýklagróður
Samkvæmt ofanskráðu er ekki við því að búast, að uriglox reymst
vel, þegar um blandaðan sýklagróður er að ræða, enda kemur það
fram í I. og II. töflu. Gera má ráð fyrir því, að litarhvarf fari ein-
göngu eftir fjölda gram-neikvæðra sýkla í ml.
Gram-neikvœðir sýklar (B.coli og próteus)
Ef rétt er, að litarhvarf fari frá hagnýtu .sjónarmiði eingöngu eftir
fjölda gram-neikvæðra sýkla, má nota sýni með hreinum gram-nei-
kvæðum gróðri til þess að meta næmi prófsins gagnvart þvagfærasýk-
ingu með gram-neikvæðum sýklum. Ef dregin eru frá II. og IV. töflu
sýni frá sykursýkissjúklingum, sjúklingum, sem taka C-fjörefni og fúka-
lyf, fæst V. tafla.0
í V. töflu reyndist ekki marktækur munur á fjölda rangt neikvæðra
sýna frá sjúklingum á sjúkrahúsum og þátttakendum í hóprannsókn.
Notuð var Fischers-prófun (p = 0.07). Efniviður þessara tveggja prófa
var því lagður saman, áður en næmi (sensitivitet) uriglox-prófsins var
metið.
Tölfræðilegt mat á næmi prófsins reyndist 93.6% með 82.4%—
98.7% sem 95% vikmörk („95% two ,sided confidence limits“).
Bent skal á, að í þessum hópi reyndist aðeins eitt sýni skakkt
jákvætt.