Læknablaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ
81
Meðferð
Á síðari tímum hefur meðferð að mestu verið með sterum, testó-
steróni eða anabólskum hormónum. Árangur hefur verið frem-
ur lélegur, en nokkur lagfæring á blóðmynd hefur fengizt, að
minnsta kosti um stundarsakir, hjá börnum um kynþroskaaldur.
Þessar breytingar hafa hins vegar ekki verið það miklar, að þær
breyttu neitt verulega til batnaðar framtíðarhorfum sjúkling-
anna.
Umræður
Það var ekki tilgangur minn með flutningi þessa efnis að
bera fram fyrir ykkur nein ný vísindi, en ég vildi draga fram
nokkur dæmi um anemia aplastica, sem ætla mátti, að stöfuðu
af klóramfenikóli, til þess að minna á, að við sem aðrar þjóðir
fáum þessa fylgikvilla. Það er nú skoðun flestra þeirra, sem um
þessi mál hafa hugsað af nokkurri alvöru, að notkun klóramfeni
kóls megi takmarka mjög verulega og hana beri að takmarka.
Einkum hefur verið á það bent, að tíð notkun klóramfenikóls í
vægum og hættulitlum eða hættulausum umgangspestum, sýking-
um í efri öndunarfærum, sem oftast stafa af veirum og öðrum
minni háttar kvillum, sé á engan hátt réttlætanleg. Huguley bend-
ir á þá hörmulegu staðreynd, að flest tilfelli af anemia aplastica
í kjölfar klóramfenikóls hafi komið fyrir hjá sjúklingum, sem
eins vel hefði mátt meðhöndla með öðru sýklalyfi eða alls enga
lyfjameðferð hefðu þurft.7
Vegna fjölda sýklalyfja nú má yfirleitt meðhöndla alvarlegri
sýkingar með eins góðum árangri með einhverju öðru en klór-
amfenikóli, og má því sniðganga það, nema næmispróf sýni, að
það eitt komi til greina. Taugaveiki er nú orðið eini sjúkdómm'-
inn, sem réttlætanlegt þykir að nota klóramfenikól við sem fyrsta
lyf-
Notkun klóramfenikóls hefur gengið í bylgjum. 1 fyrstu var
það rnikið notað, en er vitað varð um samband þess og anemia
aplastica, minnkaði notkun þess skyndilega mjög mikið. Síðan
hefur hún aukizt aftur og er allveruleg þrátt fyrir annmarka
þess. Fjöldi lyfja hefur aukizt mjög undanfarandi ár og því hefði
mátt ætla, að notkun klóramfenikóls minnkaði að sama skapi.
Svo hefur þó ekki reynzt, en seint er betra en aldrei, og því
ætti eindregið að stuðla að því, að allri óþarfri notkun lyfsins
verði hætt.
Tíðni anemia aplastica er ekki mikil og hver einstakur læknir