Læknablaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 73
LÆKNABLAÐIÐ
113
Helztu rannsóknir eru þessar:
a) Myndun kransæða með skuggaefnum (coronarangio-
grafia), b) myndun slagæða þess líffæris, sem notað hefur verið
við aðgeroina, með skuggaefnum, c) hjartaþræðing og mælingar
á blóðþrýstingi í hægri hluta hjartans og lungnablóðrásinni, d)
hjartarafrit í hvíld og við áreynslu.
Myndun með skuggaefnum hefur leitt það í ljós, að í meira
en 50% tilfella hafa myndazt nýjar æðar í hjartavöðvanum eítir
aðgerð, en því miður hefur ekki tekizt að finna áreiðanlega að-
ferð til að mæla blóðrennslið og þrýstingshlutföllin í æðateng-
ingunum (system/kransæðar).
Þrýstingsmælingar í hægri hjartahólfum og lungnablóðrás
sýna afköst hjartans fyrir og eftir aðgerð. Sennilega er þetta sú
rannsókn, sem gefur bezt til kynna árangur aðgerðarinnar.
Það gefur auga leið, að þessar tilraunir til að veita nýju
blóðstreymi til hjartavöðva, sem þegar hefur orðið fyrir mikl-
um bandvefsbreytingum, virðast ekki vænlegar til árangurs. Því
er ekki að neita, að í mörgum tilfellum minnka hjartakveisu-
köstin að miklum mun, og í einstaka tilfellum hverfa þau jafn-
vel með öllu. Ekki er þó enn tímabært að meta, hvort þessar
aðgerðir lengi líf sjúklinganna.
Það er þó unnt að fullyrða, að aðgerðir þessar eru engin loka-
lausn á vandamálinu, og ber framtíðin í skauti sér, hvort hún
fæst og hver hún verður.
Heberden sagði fyrir 200 árum: „Time and. attention wili
undoubtedly discover more helps against this teizing and danger-
ous ailment." Ályktun hans stenzt enn í dag.
Heimildir:
1. Bailey, C. P., May, A., Lemmon, W. M. (1957): Survival after coron-
ary endarterectomy in man. J.A.M.A. 164: 641.
2. Beck, C. S. (1943): Principles underlaying the operative approach
to the treatment of myocardial ischemia. Ann. Surg. 118: 788.
3. Ellis, P. R., Jr., Cooley, D. A. (1961): The patch technique as an
adjunct lo coronary endarterectomy. J. Tlior. Cardiov. Surg. 42: 236.
4. Heberden, W.: Some account of a disorder of the breast (II). Read
at the College, July 21, 1768. Publ. by the College of Pliysicians.
London, in Med. Trans. 2: 59, 1772.
5. Longmire, W. P., Cannon, -J. A., Kattus, A. A. (1958): Direct-vision
coronary endarterectomy for angina pectoris. New. Engl. J. Med.
259: 993.
6. Malm, A., Ohlsson, N. M., Sjöström, B., Sternby, N. H., Wehlin, L.,
Johansson, B. (1960): Experimental Coronary Thrombosis. An Elec-