Læknablaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ
93
á sjúkrahúsum eða öðrum heil-
brigðisstofnunum.
Mest skortir á, að skilningur
sé fyrir hendi um bílaþörf
tveggja síðari flokkanna, og er
það í rauninni eðlilegt, því að
hér veldur miklu ný vinnutil-
högun þeirra. En hún hefur tek-
ið slíkum grundvallarbreyting-
um, að þörf Jjeirra fyrir bifreið
í starfi verður engu minni, jafn-
vel í sumum tilvikum enn veiga-
meiri en fyrir aðra lækna.
Helztu skýringaratriði eru
þessi:
a) Störfum sérfræðinga og
annarra lækna við sjúkrahús
eða heilbrigðisstofnanir er í
flestöllum tilvikum þannig hag-
að, að dagvinnu fylgir vakt-
þjónusta og laun fyrir dag-
vinnu verða eigi greidd, nema
vaktþjónusta (gæzluvaktir) sé
innt af hendi. 8—10 gæzlu-
vaktir fylgja að jafnaði venju-
legu dagstarfi.
b) Á gæzluvakt þarf lækn-
ir að fara á vinnustað utan
venjulegs vinnutíma, stundum
oft, stundum sjaldan, hvort
heldur er á nóttu eða degi og
ætíð fyrirvaralaust.
c) Ein veigamikil vitjun
heimilislæknis getur leitt til
þess, að kveðja þarf samstundis
til starfa fjóra eða fleiri sér-
fræðinga eða aðra gæzluvakt-
lækna.
d) Sá tími er liðinn, að
vandasöm verkefni læknastarfs-
ins séu leyst af einum lækni,
hópsamvinna fer vaxandi bæði
á einstökum deildum og deilda
á milli. Við vandasöm tilfelli
þarf stundum að kveðja til
lækna af þremur eða fleiri
deildum til úrlausnar sjúk-
dómstilfella, sem ekki þola bið.
e) Samstarf af þessu tagi
fer stöðugt vaxandi, bæði í
Reykjavík og annars staðar á
landinu. Tilkoma gjörgæzlu-
deilda er nýr þáttur í sliku
samstarfi lækna.
f) Þegar um fyrirvaralaus-
ar og mikilvægar kvaðningar
sérfræðinga er að ræða, hefur
reynslan sýnt, að læknir getur
ekki treyst á flutning á vinnu-
stað með öðrum hætti en hafa
tiltækan traustan bil, sem hent-
ar íslenzkum aðstæðum. Slíkir
bílar þurfa því ætíð að vera
tæknilega öruggir og í full-
konmu lagi. Það er vandséð,
hvaða starfshópar þurfa frem-
ur á öruggum og vönduðum
bílum að halda en einmitt lækn-
ar, sem slíkum skyldum gegna.
g) Það er lagaleg og sið-
ferðisleg skylda starfandi lækn-
is, að hann skuli gegna beiðni
um sjúkravitjun fyrirvaralaust,
hvenær sem er, nema sérstakar
tilteknar ástæður hamli (lög
nr. 47, 8. gr., 1932).
Vaktþjónusta leysir lækna að
vissu leyti undan þessari skyldu,
en þá ber Jæss að geta, að sér-
fræðivaktþjónusta er hvergi
fyrir hendi, og er raunar ókleift
sð 9kipuleggja slika J)jónustu.