Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1969, Side 40

Læknablaðið - 01.06.1969, Side 40
92 LÆKNABLAÐIÐ ar einkum af því, að bifreiða- kostnaður lækna hefur farið hraðvaxandi á undanförnum árum, vegna verðhækkana á bílum og rekstrarvörum tii þeirra og nú að síðustu vegna breyttra reglna um skattafrá- drátt bifreiðakostnaðar lækna í starfi. 1 marz síðastliðnum barst Læknafélagi Islands og Lækna- félagi Reykjavíkur útdráttur úr fundargerð ríkisskattanefndar frá 13. 3. 1969, þar sem meðal annars voru settar fram reglur um frádrátt bifreiðakostnaðar á skattaframtölum lækna. Regl- ur þessar voru ræddar á al- mennum fundi í Læknafélagi Reykjavíkur 25. 4. 1969. L.I. og L.R. hafa sent ríkisskattstjóra skriflega greinagerð um málið og óskað leiðréttinga. Varla getur vafi á því leikið, að þeir, sem fjölluðu um skatta- reglur þessar, hafi nokkuð tak- markaða þekkingu á störfum lækna og skyldum þeirra í nú- tímaþjóðfélagi. I reglunum er gerður greinarnnmur á heim- ilislæknum og sérfræðingum og þörf heimilislækna metin eftir númerafjölda þeirra í sjúkra- samlagi. Sjónarmið þessi eru einhliða, að miklu leyti úrelt og að öllu leyti ónothæf með tilliti til læknisþjónustu í nú- tímaþjóðfélagi. Varðancli störf heimilislæknn md benda á eftirfarandi: a) Rílaþörf heimilislækna getur ekki miðazt eingöngu við sjúklingafjölda né vitjanir í heimahús, því að læknar þessir þurfa á bifreið að halda við ýmsa aðra þætti í starfi sínu, t. d. ferðir á sjúkrahús og aðr- ar heilbrigðisstofnanir, skyndi- ferðir á lækningastofu utan við- talstíma, fleiri en eina lækn- ingastofu, ferðir vegna neyðar- vaktþjónustu, ferðir á fræðslu- fundi o. fl. b) Vitjanafjöldi heimilis- læknis stendur ekki í beinu hlutfalli við númerafjölda í sjúkrasamlagi, margfeldnis- þáttur getur verið 3 eða meira. Af þessu sést, að mælikvarð- inn er ónákvæmur og ranglát- ur, sérstaklega ef þröng núm- erabil eru notuð til viðmiðunar. c) Á sumum stöðum hér á landi eru heimilislækningar stundaðar í stórum stíl, án þess að um nein sjúkrasamlagsnúm- er sé að ræða né fyrirfram ákveðna tölu sjúklinga á hvern lækni. Númeraregla við slíkar aðstæður er ónothæf. Varðandi slörf sérfræðinga og annarra lækna við heil- brigðisstofnanir má benda á eftirfarandi: Eftir starfsaðstöðu má skipta þeim í þrjá flokka: 1. Þeir, sem vinna eingöngu við sjálfstæð læknisstörf. 2. Þeir, sem vinna að nokkru leyti á stofnunum og nokkru ley ti sjálfstætt. 3. Flokkur sérfræðinga vinnur eingöngu eða næstum eingöngu

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.