Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1969, Side 36

Læknablaðið - 01.06.1969, Side 36
88 LÆKNABLAÐIÐ liða, ef hún er skert á einhvern hátt vegna meðfæddra lýta, sjúk- dóma eða meiðsla." 1 stórum dráttum er starfssvið sérgreinarinnar: 1) meiðsli á beinum, liðum, liðböndum, sinum og vöðvum, 2) sjúkdómar í beinum, liðum, vöðvum, sinum og liðböndum, 3) meðfædd bæklun í beinum, vöðvum, sinum og liðböndum, 4) truflanir á tauga- og vöðvastarfseminni, 5) stöðutruflanir. Þau líffæri, sem mynda uppistöðu líkamans, eru fyrst og fremst í verkahring sérgreinarinnar, og þar af leiðandi verða sérfræðingar í þessari grein að hugsa mikið í vinklum, stytting- um, hreyfanleika og stöðugleika þessarar uppistöðu. Afl- og jafn- vægisfræðilegar spurningar einkenna því mjög þessa sérgrein — og með vaxandi vísindavinnu innan hennar einnig sköpulagsfræði, líffræði og lífefnafræði. Nútímasjúkdómsgreining og meðferð og hin öra þróun inn- an þessarar greinar gerir sífellt meiri kröfur til stöðugrar og aukinnar samvinnu við aðrar sérgreinir. Nýjar og bættar skurð- aðgerðir á liðum og beinbrotum og auknar og endurbættar aðgerð- ir við liðagikt verða árangursríkari og gefa betri vonir um bjart- ari framtíð fyrir sjúklinginn en hingað til hefur verið unnt. Verksvið sérgreinarinnar hefur breytzt mikið hin síðari ár. Beina- og liðaberklar verða stöðugt fátíðari, og mænuveikifarsótt hefur ekki geisað í mörg ár. Á hinn bóginn aukast ellisjúkdómar í beinum og liðum og umferðarslysum fjölgar.6 Almennt er nú viðurkennt, að beina- og liðameiðsli eigi að meðhöndla á „orthopaediskum“ sérdeildum, eins og brjósthols- meiðsli á sérdeildum fyrir þá sjúkdóma og kviðarholsmeiðsli á almennum skurðlæknisdeildum. Við margþætt meiðsli er náin samvinna milli hinna ýmsu sérgreina að sjálfsögðu nauðsynleg. Slysaskurðlækningar eru ekki bundnar við neitt eitt líffærakerfi, og væri því skref aftur á balt til 18. aldar skurðlækninga, áður en skurðlæknisfræðin greindist í fleiri sérgreinir, að einn slysa- skurðlæknir gerði að öllum meiðslum í hinum ýmsu líffærakerf- um. Að sjálfsögðu er hin eina rétta verkaskipting nú á tímum, að hver sérgrein sjái um sitt í nánu samstarfi við aðrar greinir, þegar um margþætt meiðsli er að ræða. III. Eflum þróun sérgreinarinnar á íslandi I löndum nær og fjær Islandi er góð þjónusta í þessari sér- grein eins sjálfsögð við almenning og í öðrum greinum læknis-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.