Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1969, Side 17

Læknablaðið - 01.08.1969, Side 17
Aðalritstjóri: Ólafur Jensson- Meðritstjórar: Karl Strand og Þorkell Jóhannesson (L.Í.), Ásmundur Brekkan og Hrafn T linius (L.R.) 55. ÁRG. ÁGÚST 1969 4. HEFTI ARI JQNSSON LÆKNIR f. 2. maí 1898 — d. 8. nóvember 1907 Ari Jónsson var fæddur á Húsavík. Foreldrar: Jón prestur bar Arason og kona hans, Guðríður Ólafsdóttir frá Mýrarhúsum á Sel- tjarnarnesi. Ari varð stúdent í Reykjavík í júní 1919, cand. phil. í maí 1920 frá Háskóla íslands og cand. med. í júní 1925. Hann starfaði á Kommune- hospitalet í Kaupmannahöfn nóv.—des. 1925, fæðingarstofnun í Ár- ósum jan. 1926, Rigshospitalet febr.—marz 1926. Hann var staðgöngu- maður héraðslæknisins á Fljótsdalshéraði apríi—ágúst 1926: settur 1926 frá 1. okt. að telja og skipaður 18. marz 1927 héraðslæknir í Hró- arstunguhéraði. Hann var skipaður í júlí 1933 héraðslæknir í Fljóts- dalshéraði og 2u. des. 1944 héraðslæknir í Egilsstaðahéraði frá 1. jan. 1945 að telja. Þá er Egilsstaðahéraði var skipt í tvö læknishéruð 1954. valdi hann sér samkvæmt heimild laganna að gegna áfram Egilsstaða- héraði eystra. Hann fékk lausn frá embætti 27. júní 1960 frá 1. okt. og fluttist til Reykjavíkur og lézt þar. Ari var kvæntur Sigríði Soffíu Þórarinsdóttur, prests á Valþjóís- stað, Þórarinssonar. Börn: Ragnheiður (14. nóv. 1930—28. nóv. 1933), Guðríður Erna hjúkrunarkona, fædd 28. jan. 1932, Ragnheiður, fædd 23. sept. 1933.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.