Læknablaðið - 01.08.1969, Page 18
116
LÆKNABLAÐIÐ
FRIÐRIK V. BJÖRNSSON
LÆKNIR
f. 12. júní 1896 — d. 21. janúar 1968
Friðrik Valdimar Björnsson var fæddur 12. júní 1896 í Gröf í Viði-
dal. Foreldrar: Björn bóndi þar Gunnlaugsson og kona hans, Margrét
Magnúsdóttir.
Friðrik varð stúdent í Reykjavík í júní 1917, cand. phil. i júní
1918 við Háskóla íslands og eand. med. 20. júní 1922. Var við nám
á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn, háls- nef- og eyrnadeild, frá des.
1922 til júní 1924; kandídat á Haukelandspítala í Bergen júlí 1924 tii
júní 1925, fæðingarstofnun í Árósum júlí 1925. Námsfarir 1930 og
1937 til Þýzkalands, 1933 til Englands, 1952 til Þýzkalands, 1954 til
Ítalíu, 1958 til Þýzkalands og 1960 til Þýzkalands og Englands. Viður-
kenndur 5. jan. 1938 sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum. Var
starfandi læknir í Reykjavík frá 6. okt. 1925 og dó þar.
Hann var ókvæntur og barnlaus.