Læknablaðið - 01.08.1969, Síða 38
128
LÆKNABLAÐIÐ
UEKNABLAÐIÐ
55. ár. Ágúst 1969
FELACSPRENTSMIÐIAN H F.
MAGAKRA8BI
Á ISLANDI
Á öðrum stað i þessu blaði
er athyglisverð grein Júlíusar
Sigurjónssonar prófessors um
athuganir á tíðni magakrabba-
meins samkvæmt endurskoð-
aðri skráningu banameina. í
þessari sömu grein gefur pró-
fessor Júlíus yfirlit j'fi'-
nokkra athyglisverða þætti
rannsókna á magakrabba á ís-
landi á undanförnum áratug-
um.
Alkunnugt er, að alþjóðleg-
ar samanburðarrannsóknir á
tíðni krabbameina sem dán-
arorsök ásamt samanburði á
staðsetningu þeirra hafa leitt
í ljós mjög háa tíðni maga-
krabbans á íslandi með tilliti
lil beggja þessara tilvika.
Þannig leiðir yfirlitsrannsókn.
sem náði til áranna 1955-1957,
í ljós, að þá var stöðluð dán-
artala af völdum magakrabba
á Islandi hin Jn-iðja hæsta í
heiminum, þar sem rannsókn-
in náði til, næst á eftir Japan
og Chile. í sams konar rann-
sókn, sem Júlíus Sigurjóns-
son prófessor birtir hér nú
fvrir árin 1958-1963, eru staðl-
aðar dánartölur af völdum
magakrabba nokkru lægri en
fyrri tölur, en þó fyllilega i
bæsta flokki. Til samanburð-
ar má geta þess, að fyrir hin
Norðurlöndin, að frátöldu
Finniandi, og fyrir Skotland
og Irland eru tilsvarandi töl-
ur miklum mun lægri.
I gögnum krabbameins-
skráningar hérlendis á árun-
um 1955-1963 fásl einnig ýms-
ar forvitnilegar upplýsingar
um magakrabbann:
A þessu timabili voru skráð-
ir samtals 3305 sjúklingar með
illkynja æxli; af þeim voru i
meltingarfærum 1368, en í
maga 825. Þannig voru skráð-
ir rúmlega 90 sjúklingar ár-
lega á þvi tímabili með maga-
krabba. Magakrabbinn var
nærfellt 25% allra greindra
krabbameina, en um 40%
krabbameina karla og 16,5%
allra krabbameina kvenna.
Þetta eru enn þá mjög háar
hlutfallstölur magakrabba, en
ívið lægri þó en í úrtektinni frá
árunum 1955-1957, er fyrr var
vitnað til.
Samkvæmt grein og mati
Júlíusar Sigurjónssonar pró-
fessors á stöðluðum dánartöl-
um virðast þær á síðari árum
bafa sýnt eilitla, en greinilega
hneigð til lækkunar. Sama
sést, ef borið er saman við
önnur lönd, en samkvæmt