Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1969, Side 55

Læknablaðið - 01.08.1969, Side 55
LÆKNABLAÐIÐ 137 3. mynd Séð inn í kviðarhol konunna.r við aðgerðina og sést, hvar Lippes-Iykkjan liggur gróin inn í netjuna, en eðlilegur leg- botninn neðan við. Sást gat í legbotninum vinstra megin við miðlínu, en annars var legið eðlilegt. Konunni heilsaðist vel og fór heim á 12 degi eftir aðgerð. Þegar prófaður var krafturinn, sem ANTIGON er skotið með út úr pípunni, sem notuð er til þess að koma því inn í legholið, spýttist Jjað nærri því tvo metra áfram. Ekki er ólíklegt, að slík- ur kraftur geti stundum skotið Antigon upp í gegnum legvegg- inn, þegar tækinu er stungið inn í legið. Margt hendir því til þess, að sérstaklega heri að varast ANTIGON-getnaðar- vörn innan legs, því að stærri slys og lífshættulegri eru vart hugsanleg en í þessu umrædda tilviki. Flestum læknum, sem nota I.U.D., ber saman um, að þegar tækið hefur Iiorizt út í gegnum legvegginn og inn í lífhol kon- unnar, hafi slysið orðið, um leið og tækinu er stungið upp í leg- holið. Aðalatriðið við þá aðgerð, eins og við allar aðgerðir í legholi, er, að lega legsins sé greind fullkomlega með innri rannsókn, áður en aðgerð er framkvæmd. Senni'ega er ekki til það I.U.D.,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.