Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1969, Page 56

Læknablaðið - 01.08.1969, Page 56
138 LÆKNABLAÐIÐ sem hefur ekki einhvern tíma valdið því slysi, að það hafi stungizt í gegnum legvegginn. Sama gildir um Gráfenbergs- liringinn. Þegar byrjað var að setja skott á I.U.D., voru margir læknar hræddir um, að á þann hátt væri greiðari leið fyrir sýkla upp í legið. Reynslan hefur alls ekki staðfest þann grun. Þetta hefur oft verið athugað og eins, Iiver sýklagróður legholsins sé, þeg- ar I.U.D. liggur lengi uppi. Af 200 tilfellum, sem Willson o. fl. athuguðu, var unnt að rækta bakteríur frá legholi 60%, áður en I.U.D. var lagt upp, en hjá 58% á þeim 24 mánuðum, sem liðu frá því I.U.D. var lagt upp, þar til rannsókn lauk. Bólgur í legi fundu þeir í 7,5%, þegar skott var á tækinu, en 6,4% skott- laust, við notkun Margulies spiral, sbr. 1. mynd. Skottið er sett til jjess að geta fylgzt með því, hvort tækið sé á sínum stað, og getur konan í flestum tilvikum sjálf fundið þræðina við innri þreifingu. Til er það, að þræðirnir þvælast upp i sjálfan leghálsganginn, svo að ekki er hægt að finna þá, en þá tekst venjulega að sjá þá í legspegli. Ef ekki tekst að greina skottið við legs])eglun, kemur til greina að taka röntgenmyndir, og eru öll I.U.D. Jiannig samsett, að þau gefa skugga á röntgenmynd. Oft hefur þá ekki verið tekin nema ein mynd fram og aftur af grindarholinu. Hins vegar leiðir reynsl- an í ljós, að á þeirri mynd getur skuggi I.U.D. fallið á þann stað myndarinnar, sem legið á að liggja, en samt verið utan legs. Er jiess vegna ráðlegt að taka alltaf einnig röntgenmynd frá hlið til hliðar, en ])á sést, hvort tækið liggur ef til vill alveg fram yfir nárabeinamótum eða „óeðlilega“ inn í spjaldbeinshvelfinguna. Undirstaða allra j)essara rannsókna er J)ó auðvitað sú, að staða legsins sé áður ákveðin með innri rannsókn. Sé konan orðin barnshafandi, eru ekki teknar röntgenmynd- ir, enda hefur reynslan sannað, að ])að gerir ekki fóstrinu neitt, þó að I.U.D. sé látið liggja, eins og skýrt kom fram í tilfellinu, sem sagt er fi'á hér. Ef sést í skottið, eftir að konan er orðin barnshafandi, er })að dregið niður. Oftast er konan komin ])að langt á meðgöngutímanum, þegar hún kemur til læknis, að þræð- irnir eru horfnir upp í legliolið, svo að ekki er rétt að fara með áhöld upp um leghálsinn til þess að þreifa eftir skottinu. Komið hefur fyrir, að með því móti hefur verið sett gat á legið. Rétt er að setja skuggaefni inn í legholið, áður en röntgen- mynd er tekin, þegar grunur leikur á, að tækið hafi borizt út úr leginu og inn í lífholið. Telja verður, að tilfelli það, sem hér

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.