Læknablaðið - 01.08.1969, Page 67
LÆKNABLAÐIÐ
145
Þessi tækni, sem bæði hefur í för með sér aukna nákvæmni
og minni hættur en hin eldri ástungutækni, gerir það kleift að
skuggaefnisfylla æðakerfi nýrnavefjarins beint og greina þannig
eða útiloka sjúklegar breytingar með meiri nákvæmni en unnt
hefur verið með öðrum aðferðum.
Cavografia og phlebografia: Bláæðarannsóknir með innlagn-
ingu æðaleggs eru viðbótarrannsóknir, sem rétt er að geta, og
skipta máli i sambandi við mat á æxlisvexti, annars vegar inn
í þessar æðar, einkum vena renalis eða vena cava, og hins
vegar æxlisvexti í lymfueitlum aðliggjandi vena cava.
Pneumoretroperitoneum: Inndæling lofts í vefina á hak við líf-
himnuna er rannsóknaraðferð, sem hefur tiltölulega litla þýðingu
í sambandi við greiningu á þvagfærasjúkdómi. Hennar skal þó
getið hér, sem mikilvægrar rannsóknar við mat á sjúklegum
breytingum (æxlum og þess háttar) í nýrnahettum og bristkirtli,
aðliggjandi nýrum.
Lgmphografia: Inndæling skuggaefnis í Ivmfuæðar er rann-
sókn, sem mjög hefur rutt sér til rúms á síðustu árum. Svið þess-
arar rannsóknaraðferðar er þó rnjög takmarkað og miðast nán-
ast eingöngu við mat á ástandi lymfueitla meðfram hryggsúlu í
sambandi við leit að meinvörpum á því svæði. Rannsóknin hefur
þannig ekki beint gildi í sambandi við röntgengreiningu
þvagfærasjúkdóma, öðruvísi en sem viðbótarrannsókn, t. d. í
meinvarpaleit frá æxlum í blöðru og aðliggjandi svæðum.
Rannsóknir með geislavirkum samsætum (ísótópum): Það er
raunar utan sviðs þessa yfirlits að ræða þessar rannsóknarað-
ferðir sérstaldega. Þeirra skal þó getið hér, því að það eru rann-
sóknir, sem eru í mjög örri þróun og munu vafalaust skipa mjög
mikilvægan sess i starfrænni rannsókn á nýrnavef innan fárra
ára.
Hér er aðallega um tvenns konar rannsóknaraðferðir að ræða:
Annars vegar er svonefnd ístótópunephrografia, sem t. d. er
framkvæmd með hippuran ásamt geislavirku joði. Hér fást sam-
anburðarupplýsingar um næringarblóðmagn, starfsemi snúðganga
og tæmingarhæfni nýrnanna. Rannsóknaraðferðin er þó ekki
nægilega „specifik“ til þess að veita okkur nákvæmar sjúkdóms-