Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1972, Page 18

Læknablaðið - 01.08.1972, Page 18
60 LÆKNABLAÐIÐ göng í hjartavöðvanum og fest þar. Með tímanum myndast síðan hliðargreinar (collaterals) frá þessari slagæð til hjartaslagæðanna. Afbrigði er svo Sewellaðferð, þar sem innri brjóstslagæð, ásamt með- fylgjandi bláæð, vöðva og fituvef, er losuð frá brjóstveggnum og þrædd inn í hjartavöðvann. Loks kemur svo Vineberg-Sewell aðferðin, sem er sambland af báðum þeim fyrrnefndu, en þar er slagæðin ásamt bláæð og umliggjandi vef losuð frá brjóstveggnum eins og við Sewell- aðferð, en síðan aðeins slagæðin þrædd inn í hjartavöðvann, eins og við Vineberg-aðferð, en ekki allur stilkurinn (mynd 5).5 Ahættan við þessar aðgerðir hefur verið tiltölulega lítil, dánartala um 5%, ef aðgerðin er gerð öðrum megin, en miklu hærri — eða yfir 23% — ef báðar innri brjóstslagæðarnar eru fluttar inn í hjartavöðvann.10 28 3o Mynd 5 ígræðsla á báðum innri brjóstslagæðunum, (Vineberg-Sewell aðferð). Við eftirrannsóknir með æðamyndatöku á innri brjóstslagæðum sjúklinga, sem fyrrgreindar ígræðsluaðferðir hafa verið gerðar á, hef- ur komið í ljós, að hjá langflestum — eða yfir 90% — helzt slagæðin opin og það jafnvel í áratug eða meir eftir aðgerðina, og hjá flestum — eða rúmlega 65% — myndast hliðargreinar.6 28

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.