Læknablaðið - 01.08.1972, Síða 19
LÆKNABLAÐIÐ
61
Eftir þessar ígræðsluaðferðir kemur batinn ekki strax, þar sem
það tekur nokkurn tíma fyrir hliðargreinarnar að myndast.6 En það
sem hefur gefið aðferðunum aukið gildi er, eins og eftirrannsóknir
hafa sýnt, að innri brjóstslagæðin kalkar mjög lítið, og eins hitt, að
ígræðslan aðlagar sig eftir auknum þörfum hjartavöðvans fyrir blóð.6
ígræðsluaðferðin hefur því unnið sér verðugan sess á sviði skurð-
lækninga til að endurbæta blóðstreymi til hjartans og þá sérstaklega
við útbreiddari æðakölkun í kransslagæðum.6
HLIÐARSTREYMI MEÐ BLÁÆÐAÍGRÆÐSLU MILLI MEGIN-
SLAGÆÐA OG KRANSSLAGÆÐA
(Aorta-coronary artery vein bypass graft)
Tilgangur. Með hliðarstreymi frá meginslagæð og yfir í kransslag-
æð er blóðstraumnum veitt framhjá þrengslum eða lokun á slagæðinni
og yfir í opnari og tiltölulega heilbrigðari hluta hennar. Æðakölkun
er algengari í þeim hluta æðanna, sem liggja nær upptökunum, og
er oft á takmörkuðu svæði, en það gerir þessa aðferð með hliðar-
streymi hentuga í flestum tilfellum.T 9 10
Aðferð. Opnað er inn að hjartanu með því að kljúfa bringubeinið
eftir endilöngu, og er frílagt inn að gollurshúsi, sem síðan er klippt
upp, og er þá greiður aðgangur að hjartanu. Samtímis er unnið við
að fríleggja v. saphena magna í náranum og síðan er tekinn hæfilega
langur hluti af henni, hliðargreinar undirbundnar jafnóðum, og oft
er æðin tekin alveg niður að hné eða jafnvel lengra niður á fótlegg,
til þess að fá heppilegan hluta. Ef áður er búið að nema æðina brott
Mynd 6
a-d) Hliðarstreymisaðferðin: Fjarlægari tengingin er gerð á milli aorta
og bláæðabútsins.