Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1972, Side 22

Læknablaðið - 01.08.1972, Side 22
64 LÆKNABLAÐIÐ Mynd 9 Tvöfalt hliðarstreymi: Milli aorta og a) til vinstri: a. coronaria dxt. og b) til hægri: r. descendens. ÁRANGUR HLIÐARSTREYMISAÐGERÐARINNAR Árangur mismunandi skurðaðgerða er því aðeins sambærilegur, að forsendur fyrir vali sjúklinga séu þær sömu, og enn fremur, að aðferðirnar til þess að meta árangurinn séu sambærilegar. Þá eru önnur atriði, sem einnig hafa áhrif á árangurinn, svo sem þjálfun lækna og hjálparfólks, meðferð og eftirlit fyrst eftir aðgerðina (in- tensive care) og ýmis útbúnaður og aðstaða. Við mat á gildi aðgerða, eins og skurðaðgerðum á hjarta vegna kransæðakölkunar, hefur lang- frama árangur mjög mikla þýðingu og ekki minni en frumárangux. Það er ástæða til að rifja þetta upp hér, því að eftir greinum að dæma, sem birtar hafa verið um árangur hliðarstreymisaðferðarinnar, frá ýmsum hjartaskurðdeildum í Bandaríkjunum, virðast forsendur fyrir vali sjúklinga til aðgerðarinnar vera nokkuð mismunandi, enda er það mjög eðlilegt, þar sem aðferðin hefur verið á tilraunastigi, en er nú nokkuð vel reynd, með 4-5 ára reynslu að baki. En þrátt fyrir að þannig gæti nokkurs misræmis, hefur árangurinn af þessum skurð- aðgerðum samt yfirleitt verið á sama veg eða mjög jákvæður. Það er því beðið eftir langframa árangri með mikilli eftirvæntingu.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.