Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1972, Síða 24

Læknablaðið - 01.08.1972, Síða 24
66 LÆKNABLAÐIÐ HLIÐARSTREYMISAÐFERÐIN — KOSTIR OG GALLAR Hinir miklu kostir við hliðarstreymisaðferðina eru í fyrsta lagi þeir, að hægt er að nota hana gegn æðakölkun í öllum aðalgreinum kransslagæða hjartans, andstætt eldri aðferðum, eins og lýst hefur verið hér að framan.9 Þá er einnig kostur við þessa aðferð, að blóð- streymið til hjartavöðvans eykst samstundis með þeim afleiðingum, að óþægindi sjúklingsins minnka strax eða hverfa alveg, þegar vel tekst, jafnframt því sem þol og úthald eykst aftur.9 17 22 Við ígræðslu á innri brjóstslagæðinni aftur á móti, kemur árangur ekki í ljós fyrr en eftir nokkra mánuði, en á meðan getur æðakölkunin versnað, og geta orðið dauðsföll af þeim orsökum á þessum biðtíma, áður en hliðargreinarnar hafa myndazt. í þeim tilfellum, þar sem æðaþrengslin eru of mikil og dreifð, svo að ekki er hægt að nota hliðarstreymis- aðferðina eina, má sameina hana með endarterectomia, sem þá er gerð fyrst, eða þá að nota ígræðsluaðferðina.3 Það, sem helzt er að óttast í sambandi við hliðarstreymisaðferðina er, að æðakölkunin heldur áfram, og kynni það að gera aðgerðina endingarlitla, og eins hitt, að kölkun verði á bláæðabútnum, sem græddur var í og myndaði hliðar- streymið.2 13 Svar við þessu mun fást endanlega á næstu árum. Hér hefur eingöngu verið fjallað um skurðaðgerðir á hjarta til að endurbæta blóðstreymi vegna kransæðakölkunar. En samtímis þess- um aðgerðum eru aðrir hjartagallar iðulega lagfærðir, og af þeim munu vera algengastir aneurysma ventriculi sin., afleiðing af hjarta- drepi, svo og skiptingar á hjartalokum. Þessum aðgerðum verður þó ekki lýst frekar hér að sinni. LOKAORÐ Fjallað var um skurðaðgerðir á hjarta vegna æðakölkunar í krans- slagæðum og gerð er grein fyrir því, hvernig þeim málum er háttað nú á dögum á þessu sviði skurðlækninga. Lýst er nýrri aðferð, hliðar- streymi með bláæðaígræðslu milli meginslagæðar og kransslagæðar (aorta-coronary artery vein bypass graft), sem hefur valdið straum- hvörfum á þessu sviði hjartaskurðlækninga. Loks er minnzt á árangur aðgerðanna. HEIMILDIR 1. Adam, M., Mitchel, B. F. & Lambert, C. J. Intermediate Revascularization of the Heart. Circulation 41:73. (Suppl. 11.) 1970. 2. Aldridge, H. E. & Trimble, A. S. Progression of Proximal Coronary Artery Lesion to Total Occlusion after Aorta-Coronary Saphenous Vein Bypass Grafting. J. Thorac. Cardiovasc. Surg. 62:7-11. 1971. 3. Cooley, D. H., Hallman, G. L. & Wukeisch, D: C. Myocardial Revascu- larization, Using Combined Endarterectomy and Vein Bypass Autograft. Internat. Surg. 56:373-380. 1971. 4. Danielson, G. K. Early Results of Vein Bypass Graft for Coronary Artery Disease. Clinical Reviews. [Presented by the Mayo Clinic and the Mayo Foundation]. Nov. 1, 2, 3. 1971.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.