Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1972, Page 37

Læknablaðið - 01.08.1972, Page 37
LÆKNABLAÐIÐ 73 Af ofangreindum ástæðum var Ijóst, að nauðsynlegt var að stofnsetja eins konar hreyf- anlegar læknisstöður, þar sem læknar eru í fastri vinnu, en vinnustaður ekki ákveðinn með öllu. Slíkar hreyfanlegar stöður við heilbrigðisstofnanir g'eta einnig verið nauðsynlegar til að bæta úr beinni þörf aukinnar skyndiþjónustu á Reykjavíkur- svæðinu. Þetta eru jafnframt námsstöður og hafa víðtækara markmið en eingöngu neyðar- þjónustu við dreifbý'lið; þær geta einnig' verið gagnlegar fyr- ir hinar ýmsu deildir ríkiss])ít- alanna, sem nú fá mannafla til að vinna störf, sem ekki hefur verið unnt að sinna að neinu marki liingað til. Er þar eink- um um að ræða ýmiss konar rannsóknastörf. Með stöðum þessum er því gerð tilraun til þess að efla tvo vanrækta þætti á sviði heilbrigðisþjónustunnar, en það er læknisþjónusta dreif- býlisins og læknisfræðilegar rannsóknir, bæði við ríkisspít- ala og i dreifbýli. Stöðurnar miða að því að leysa átthaga- fjötra af héraðslæknum, brúá tómarúm í læknisþjónustu sumra einmenningshéraða og skapa ungum læknum fjöl- breytt skilyrði til rannsókna- starfa og framhaldsmenntunar. Þessar stöður þarf að meta að verðleikum, þannig að þær feli í sér þá veigamiklu grundvall- arbreytingu, að framabraut ungra lækna liggi um dreifbýli engu síður en um þéttbýli. Nauðsynlegt er að vekja at- liyg'li á, að þessar fáu stöður, geta á engan hátt leyst vand- kvæðin í læknisþjónustu dreif- býlisins; þær eru aðeins ný til- raun til þess að leysa bráðan vanda og koma í veg' fyrir að vandræðaástand skapist, a.m.k. á sumum stöðum. Til þess að leysa læknisþj ónustuvanda dreifbýlisins þarf miklu meira átak, scm hlýtur að spanna yfir langt árabil. Ljóst verður, hversu vandi þessi er rnikill, ef litið er á læknaskiptingu milli landssvæða. A Reykjavikur- svæðinu eru búsettir 218 lækn- ar. Ibúar Reykjavíkur eru 83.000, fjöldi íbúa á lækni 385. Læknar í kaupstöðum utan Reykjavíkur eru 57, íbúatala í þeim kaupstöðum er 00.000, íbúar á lækni 1.040. Læknar bú- settir utan kaupstaða eru 40. íbúar í þeim héruðum eru sam- tals 64.000, íbúar á lækni 1.000. Ef landið er tekið sem heild, eru um 600 íbúar á hvern lækni. Einnig er þess að geta, að af 218 sérfræðingum eru 170 starf- andi í Reykjavík, eða um 80%, þar sem 35% þjóðarinnar búa. Ef litið er á áðurnefndar hlut- fallstölur og' þess gætt, að al- inennt er læknaskortur í land- inu, jafnvel í Reykjavík, þá er augsýnilegt, að 6 nýjar stöður muni draga skammt til þess að bæta úr þeim skorti eða leið-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.