Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1972, Síða 42

Læknablaðið - 01.08.1972, Síða 42
78 LÆKNABLAÐIÐ Leið Hópur Leið A Leið B Leið C Leið D Leið E Hópur 1 Hópur 2 X X X X Hópur 3 Hópur 4 Hópur 5 X X X X X í framhaldi af þessu vaknar spurningin um það, hversu árangurs- ríkar hinar ýmsu leiðir séu til þess að ná settu marki. Mælikvarði á þetta er annars vegar kostnaðarlegur og hins vegar gæðalegur. Þannig má skilgreina kostnað á hverja einingu við að beita leið B á hóp 1 o. s. frv. Á hinn bóginn verða að liggja fyrir upplýsingar um það, hvort gera megi ráð fyrir, að viðunandi heilbrigði náist með því að beita tiltekinni aðferð einungis eða aðeins að hluta, og þá að hve miklu leyti. í þessu sambandi verður að tiltaka, að hve miklu leyti hinar ýmsu aðferðir verða að styðjast hver við aðra til þess að árangur náist. Fulldregin mynd af þessu tagi getur gefið hugmyndir um æski- legar strúktúrbreytingar í heilbrigðiskerfinu. Verkefni yfirstjórnar heilbrigðismálanna er að velja, að hve miklu leyti farin skuli leið A frekar en B o. s. frv. Það val ákvarðast af því að ná heilbrigði sem flestum til handa innan hins tiltekna kostnaðarramma. Ég tel, að við verðum að festa okkur þetta í minni. Við megum ekki renna blint af stað með einhver verkefni af því að þau séu góðra gjalda verð, okkur þyki þau þjóðnýt og skynsamleg, heldur verða þau að vera betri en aðrar leiðir, sem við eigum völ á; þau verða að skila betri árangri. í hugleiðingunum hér að framan hefur fyrst og fremst verið fjallað um kostnað, eins og hann lítur út af sjónarhóli stjórnandans vegna þeirrar starfsemi, sem hann hefur umsjón með. Eigi myndin að vera rétt, verður þó að taka tillit til kostnaðarins í heild, þ. e. a. s. bæði þess kostnaðar, sem fellur á stofnun og þess kostnaðar, sem fellur á notanda þjónustunnar. í þessu sambandi er sérstaklega vert að benda á tíma notandans og kostnaðarígildi hans. Þessi tími er fjármunir, hvort heldur hann stafar af bið eftir þjónustu, seinvirkri þjónustu, í sjúkrahúsi eða utan sjúkrahúss, og með þessum kostnaðar- lið verður að reikna. í samræmi við markmið heilbrigðisþjónustunnar má setja sér önnur mörk, sem taka einungis til hluta af heildarmarkmiðinu. Svíar hafa t. d. orðað rekstrarstefnu í sjúkrahúsaþjónustu þannig, að „veita skuli sjúklingunum á virkan hátt þá hjúkrun, sem heilsa hans krefst og á þann hátt, að þjóðfélagið verði fyrir sem minnstum kostnaði.“ Með öðrum orðum, það ber að sjá til þess, að sjúklingur noti ekki dýrari þjónustu en ástand hans gefur tilefni til.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.