Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1972, Page 53

Læknablaðið - 01.08.1972, Page 53
LÆKNABLAÐIÐ 85 Lengd legutímans er þess vegna mjög mikilvægur stjórnunar- legur mælikvarði. Hugmyndin er sú, að auk þess að vera undirstaða undir áætlana- gerð, geri upplýsingar þessar mögulegan samanburð milli deilda. Sá samanburður getur verið mikilvægur í leit að bættum aðferðum, betri árangri. En til þess að hann geti komið að notum, þarf skilning stjórn- enda og lækna á gildi hans. Þeir verða að tileinka sér það viðhorf að mæla árangur meðal annars eftir mælistikum sem þessari. Eg leyfi mér að segja, að hér sé um að ræða gott stjórnunartæki, en það sé á valdi læknanna, hvernig not verða af því. Þegar gögnin liggja fyrir, eiga þau ekki að leggjast í haug, heldur verða umræðugrund- völlur og tilefni sjálfsrýni. — Hér er komið að skilningi læknisins á stjórnunarhlutverki sínu. Augljóst er, að ákvarðanir hans og hæfni hafa miklar hagrænar afleiðingar. Við erum þá komin að atriðum, sem varða rekstur einstakra deilda. Framleiðsla sjúkradeilda er oft mæld í legudögum samtals. Á þessu eru þó ýmsir vankantar, eins og að hefur verið vikið. Nýting sjúkrarýmis er oft skilgreind sem hlutfallið milli legudaga og mögu- legra legudaga. Þessi skilgreining nýtingar er að ýmsu leyti varasöm. Áður en lengra er haldið inn á þetta svið, vil ég rifja upp, að talað var um það undirmarkmið ,,að sjúklingur noti ekki dýrara rými en nauðsyn ber til“. Þetta undirmarkmið var tilefni nokkurrar athugun- ar á ástandi sjúklinga á Landspítala síðastliðið sumar. Til þess að fá hugmynd um ástand þessara mála, verður að athuga raunverulegt ástand sjúklinganna á spítölunum og reyna að meta hjúkrunarþörf þeirra. í þessu sambandi er athugandi til hvers konar aðgerðar, í víðustu merkingu þess orðs, sjúklingurinn er vist- aður á sjúkrahúsinu. Jafnframt var kannað til hvers kyns aðgerðar sjúklingurinn væri til vistunar. Athuguninni var háttað þannig, að hjúkrunarkona af skrifstofu forstöðukonu fór um deildir sjúkra- hússins og útfyllti sérstakt eyðublað í samráði við deildarhjúkrunar- konur og lækna hinna ýmsu deilda. Athugunin náði ekki til fæðingar- deildar og barnaspítala. Tilgangur athugunarinnar var að fá fram mynd af því, hvemig ástandi sjúklinga væri háttað á spítalanum á tilteknum degi með tilliti til þess, hvort þeir gætu eða ættu fremur að dveljast annars staðar en á spítalanum. I þessu sambandi getur annars vegar verið um það að ræða, að sjúklingur eigi frekar að vera á annars konar sjúkrastofnun, t. d. hjúkrunarheimili, eða hins vegar, að sjúklingur sé undir eftirliti eða í rannsókn, sem hann, ástands síns vegna, gæti látið framkvæma á sér utan sjúkrahússins. Ennfremur getur verið um biðtíma sjúklings að ræða, t. d. milli rannsóknaraðgerða eða bið eftir skurðaðgerð. Jafnframt því að leggja mat á ástand sjúklingsins með tilliti til þess, við hvers konar aðstæður hann gæti dvalizt, var kannað, hvers konar aðgerðir væri verið að gera á sjúklingum. Með tilliti til aðgerða voru eftirtaldir flokkar skilgreindir: 1. Sjúklingurinn er til rannsóknar. 2. Verið er að undirbúa sjúklinginn fyrir uppskurð.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.