Læknablaðið - 01.08.1972, Page 57
LÆKNABL AÐIÐ
87
á því, að sjúklingar þeir, sem fótavist hafa, neyti matar í matsal í
stað þess, að þeim sé færður matur í rúmið. Er vert að kanna þessa
möguleika nánar. Þegar upplýsingar sem þessar liggja fyrir, vaknar
spurningin um það, hvort sjúkrahúsin séu ekki af röngu tagi. Hugið
að bví, hve óskemmtilegt umhverfi það er manni með fótavist að eiga
einungis rúm á sjúkrastofu að dvalarstað.
Skipting á aðgerðir fyrir sjúkrahúsið í heild varð svofelld sam-
kvæmt könnuninni, og eru þá fáeinir sjúklingar í fleiri en einum
flokki aðgerða:
Til rannsóknar 18.10%
Undirbúningur fyrir uppskurð 4.74%
í uppskurði 2.16%
Meðferð eftir uppskurð 26.29%
Til meðferðar 22.41%
Eftirmeðferð 4.74%
Krónískur 6.03%
Til rannsóknar og meðferðar 18.10%
Þá skal bent á, að 5% sjúklinganna á lyflæknisdeild og 4% sjúkl-
inganna á handlæknisdeild töldust krónískir.
Matið á því, við hvers konar aðstæður sjúklingar gætu dvalizt
ástands síns vegna, leiddi í ljós eftirfarandi niðurstöður fyrir sjúkra-
húsið í heild:
Fjöldi % af heildar-
sjúkl. fjölda sjúkl.
A. Sjúklingar gætu dvalizt heima eða við tilsvarandi aðstæður 3 1.3
B. Á dvalarheimih 1 0.4
C. Á eftirmeðferðarheimili 11 4.7
D. Á hjúkrunarheimili 17 7.3
32 13.7
Samkvæmt þessu mati eru 32 sjúklingar eða 13.7% þeirra sjúkl-
inga, sem á sjúkrahúsinu dveljast þannig, að ástands síns vegna
þyrftu þeir ekki að dveljast á þessu dýrasta sjúkrahúsi landsins. Þetta
svarar til rúmlega sjöunda hvers sjúklings. í þessu sambandi verður
að athuga, að þeir, sem að könnuninni stóðu, létu í ljós þá skoðun,
að óvenjufátt væri um sjúkhnga innan sjúkrahússins, sem ekki ættu
þar heima. Auk þess má búast við, að læknar og hjúkrunarlið! sé
heldur íhaldssamt í mati sínu, að því er varðar möguleika á því, að
sjúklingar geti dvalizt heima eða við tilsvarandi aðstæður.
Þessi athugun minnir okkur á nauðsyn þess, að sjúkrastofnanir
geti breytt uppbyggingu sinni. Eigi að nást góð nýting stofnunar verða
stjórnendur að vera reiðubúnir til þess að flytja deildir milli sérgreina,