Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 29 UMRÆÐUR UM SJÚKRAHÚSMÁL Félag íslenzkra lækna í Bretlandi hefur sýnt mikinn áhuga á þróun hinna ýmsu þátta sjúkrahúsmála. Að ósk félagsins hefur ritstjórn blaðsins fallizt á að birta eftirfarandi grein sem leiðara. Þótt ritstjórar séu ekki reiðubúnir að gera öli orð FÍLB að sínum, teljum við rétt að hvetja með þessu til tímabærra um- ræðna um þessi mál. Fyrr á þessu ári urðu nokkrar umræður í dagblöðum um nýtingu og samhæfingu sjúkrahúsanna. Félag íslenzkra lækna í Bret- landi birti opið bréf í Morgunblaðinu 31. jan- úar s.l. til heilbrigðismálaráðherra, Magnúsar Kjartanssonar. Bentu læknarnir á gildi op- inna göngudeilda í sjúkrahúsarekstrinum, sem þeir álíta, að veiti sjúklingunum betri og auðveldari læknisþjónustu í mörgum til- fellum. Jafnframt geti þær oft komið í veg fyrir óþarfa innlagnir á legudeiIdir sjúkra- húsanna, þar sem oft mætti rannsaka og meðhöndla sjúklinga á slíkum göngudeildum án innlagningar. Þetta væri því eitt spor af mörgum til að minnka sjúkrarúmaskortinn. Læknarnir tóku skýrt fram, að þeir teldu, að slíkar opnar göngudeildir ættu einungis að að taka á móti sjúklingum, sem þangað væri vísað af heimilislæknum eða öðrum lækn- um. Mætti því kalla þær hálfopnar göngu- deildir til aðgreiningar frá polyklinikum. Hingað til hefur þessum sjúklingum verið vísað til sérfræðinga á stofum eða þeir hafa verið lagðir inn á legudeildir sjúkrahúsanna. Misræmi það, sem áður ríkti um greiðslu- fyrirkomulag milli þessara leiða hefur nú verið leiðrétt og ber að fagna því. Slíkar hálf-opnar göngudeildir hefðu að sjálfsögðu í för með sér aukið vinnuálag á starfslið sjúkrahúsanna, sem því þyrfti smám saman að auka eftir því, sem starf- semi þessara deilda ykist. í framkvæmd myndi þetta því leiða til þess, að þeir sér- fræðingar, sem nú annast að hluta þessa þjónustu á stofu, færðust smám saman inn á sjúkrahúsin (eða á heilsugæzlustöðvar, ef sumar göngudeildirnar yrðu starfræktar þar). Er varla að efa, að þessir læknar myndu fagna því að vinna við betri starfsaðstöðu inni á sjúkrahúsunum í náinni samvinnu við kollega með áhuga á svipuðu sérsviði. Varð- andi kostnaðarhliðina má benda á, að þessi þjónusta er í dag greidd með einum eða öðrum hætti úr vasa skattborgaranna. Vel skipulögð og nýtt sjúkrahúsþjónusta ætti ekki að vera dýrari en tíðum óhagkvæm notkun á einkastofum, sem geta ekki boðið upp á þá rannsóknarþjónustu, sem sjúkra- húsin geta veitt. Hér væri því aðeins um hagræðingu á núverandi greiðslufyrirkomu- lagi að ræða. Það sem mestu máli skiptir þó er, að sjúklingurinn mundi njóta betri og auðveldari þjónustu, þar sem læknis- og rannsóknarþjónustan yrði veitt á einum og sama stað. Varðandi eftirmeðferð mætti ætla, að sér- hæfðar göngudeildir með sérmenntuðu læknis- og þjónustuIiði í meðferð ákveðinna sjúklingahópa gætu veitt þeim betra eftir- lit en nú er gert. Slíkar deildir þyrftu þó ekki nauðsynlega að vera inni á sjúkrahús- unum, enda þótt æskilegt væri, að þær störfuðu í tengslum við þau. Þannig væri ekki óeðlilegt, að félög með áhuga og bol- magn kæmu upp vissum göngudeildum, t. d. að Hjartavernd kæmi á fót göngudeildum til meðferðar á áhættuþáttum hjarta- og æða- sjúkdóma, svo sem háþrýstingi o. fl. Fyrir tilstilli Samtaka Sykursjúkra hefur þegar verið komið á fót slíkri göngudeild fyrir sykursjúka, sem gefið hefur góða raun. Heimilislæknar og sjúklingarnir sjálfir ættu að sjálfsögðu að ákveða í hverra hendur meðferðin er lögð. Eins og starfsálagið er í daq á heimilislæknum mætti búast við, að þeir fögnuðu tilkomu slíkra sérhæfðra göngu- deilda. Hins vegar væri eðlilegt, þegar starfs- aðstaða heimilislækna batnaði með stofnun heilsugæzlustöðva, að þeir gætu tekið meira af sérhæfðri meðferð í sínar hendur og þá helzt í samvinnu við sérfræðinga sjúkrahús- anna, sem kæmu í reglubundnar heimsóknir á heilsugæzlustöðvarnar. Einnig væri vel hugsanlegt, að heimilislæknar vnnu að hluta til á ákveðnum göngudeildum sjúkrahús- anna, sem þeir hefðu sérstakan áhuga á. Hvort sumar göngudeildir yrðu í framtíðinni starfandi á heilsugæzlustöðvunum siálfum fremur en inni á sjúkrahúsunum, færi að siálfsögðu eftir því, hversu margþættan og dýran tækjabúnað og starfslið slíkar deildir hefðu. Göngudeildir gætu þannig orðið tengi- liður milli sjúkrahúsanna, heimilislækna og heilsugæzlustöðva. Hvernig þeirri samvinnu yrði háttað, gæti reynslan bezt ákvarðað, og færi það sjálfsagt mikið eftir vilja viðkom- andi lækna og starfsaðstöðu. Göngudeildir koma alls ekki í stað heilsugæzlustöðva, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.