Læknablaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 76
42
LÆKNABLAÐIÐ
TAFLA II
Flokkun á hyperlipoproteinemium.
I Flokkur.
II
II
III
>>
>>
>>
IV
V
>>
>>
Chylomicron í fastandi blóði.
a) Aukning á LDL eingöngu, þ. e. hækkað kólesteról.
b) ásamt minni hækkun á VLDL, þ. e. einnig lítilsháttar hækkun á þrígl.
Óeðlilegt breitt beta band í rafdrætti, ásamt hækkun á bæði kólesteróli og
þríglyseríðum.
Aukning á VLDL eingöngu, þ. e. einkum hækkun á þríglyseríðum.
Chylomicron í fastandi blóði ásamt verulegri hækkun á VLDL.
ur hafa hærra HDL en karlar, og getnað-
arvarnatöflur geta leitt til frekari hækk-
unar á þessu lipoproteini.
FLOKKUNA
HYPERLIPOPROTEINEMIUM
Hyperlipoproteinemium hefur verið
skipt í 5 aðalflokka sbr. töflu II. (Frederic-
son 1967, WHO 197013 5). Byggist sú skipt-
ing á kólesteról- og þríglyseríðagildum og
rafdrætti á lipoproteinum í serum. Hver
flokkur byggist á hækkun á einhverju
lipoproteinanna, og er því ekki sjúkdóms-
greining í sjálfu sér. Hækkunin getur ver-
ið afleiðing af ýmsum sjúkdómum og kall-
ast þá seeunder hyperlipoproteinemia, en
primer, þegar undirliggjandi orsök er
óþekkt, og er þá oft arfbundin. Þessi flokk-
un er því ekki nema að litlu leyti byggð
á eticlogiu, og því að vænta, að betri
flokkun verði möguleg, þegar meira verður
vitað um undirliggjandi orsakir.
Erfitt er að ákveða mörkin milli eðlilegs
gildis á blóðíitu og hækkaðrar, þar sem
dreifingin er samfelld svipað og á blóð-
þrýstingi og blóðsykri. Margir draga efri
mörkin við meðalgildi -j-2 staðal frávik
(2 standard deviationir, 2SD), sem lætur
nærri, að séu 95% mörkin, þ. e. 5% verða
ofan þeirra. Það eru engar sterkar líffræði-
legar ástæður fyrir því að draga mörkin
þar, og þar eð blóðfita er mjög breytileg
milli þjóða, leiða tölfræðileg mörk sem
þessi til þess, að það, sem talið er eðlileg
blóðfita í Norður-Evrópu yrði talið sjúk-
legt í Suður-Evrópu. Önnur leið er sú að
bera saman blóðfitu þjóða með litla og
mikla áhættu á kransæðasjúkdómum, og
samkvæmt því yrði kólesteról yfir 240
mg% talið óæskilegt, og því eðlilegt að
ráðleggja meðferð. Slíkt leiddi hins vegar
til þess að víða, t. d. hér á landi, þar sem
meðalgildi miðaldra fólks er um 250
mg% samkvæmt rannsókn Hjartaverndar,
myndi stór hluti þjóðarinnar þarfnast
meðferðar, sem nánast væri óframkvæm-
anlegt. Kólesteról- og þríglyseríðagildi í
blóði hækka með aldri upp að sextugu
a. m. k. í vestrænum löndum, og því vilja
margir setja mismunandi mörk fyrir ald-
ursflokka. Hins vegar er ekki vitað, hvort
þessi hækkun með aldri sé physiologisk
eða pathologisk. í sumum þjóðarbrotum
Afríku, sem lifa á gjörólíku fæði, verður
slíkrar hækkunar ekki vart. Því er vel
hugsanlegt, að þessi hækkun sé afleiðing
af vestrænu mataræði. Þess vegna nota
ýmsir aldurshópinn 20-30 ára til viðmið-
unar fyrir eðlilegt kól. og þríglyseríða-
gildi. í London eru 95% mörkin fyrir
kólesteról í þessum aldurshóp 280mg% og
fyrir þríglyseríða 160mg%. Hafa ber í
huga, að veikindi geta valdið lækkun á
kólesteróli í blóði, og eftir kransæðastíflu
getur tekið 2-3 mánuði að ná fyrra gildi.
Helztu orsakir fyrir „secunder hyper-
lipoproteinemium“:
Sykursýki
Hypothyroidismus
Ofnotkun áfengis
Þvagsýrugigt
Nýrnabilun
Nephrotic syndrome
Getnaðarvarnatöflur
Lifrarsjúkdómar
o. fl.
Sumt af þessu getur valdið öllum teg-
undum af hyperlipoproteinemium. Sykur-
sýki er án efa algengasta orsökin, einkan-
lega veldur hún hækkun á þríglyseríðum.