Læknablaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 87
LÆKNABLAÐIÐ
49
Verkunarmátinn er ekki fyllilega ljós.
Sumar tilraunir benda til, að það keppi
um bindingarsæti við thyroxín á albumín-
um, og leiði því til aukningar á óbundnu
thyroxíni, a. m. k. í lifur. Aðrar tilraunir
benda til minnkaðrar lifrarframleiðslu á
lipoproteinum, og enn aðrar til aukins
niðurbrots þeirra. Lyfið minnkar einnig
samloðun blóðflagna og eykur „fibrinolyt-
iska“ verkun plasmans. Nýlegar rannsókn-
ir benda og til þess, að Atromid dragi úr
dauðsföllum af völdum kransæðastíflu í
sjúklingum með hjartakveisu, sem ekki
hafa þó fengið kransæðastíflu.12 Þessi
verkun reyndist óháð áhrifum lyfsins á
kólesteról í blóði, sem voru næsta lítil, en
þríglyseríðar voru hins vegar ekki mældir
í þessari rannsókn. Sumir hafa borið brigð-
ur á þessar niðurstöður, þar sem rannsókn-
in var að sumu leyti retrospektiv. Auka-
verkanir af völdum þessa lyfs eru fáar og
sjaldgæfar. f stöku tilfellum getur það
valdið myositis, og því rétt að fylgjast
með CPK öðru hverju svo og transaminös-
um. Stöku sinnum veldur það óvæntri
hækkun á kólesteróli. Aukinni ertingu
hjartavöðvans hefur verið lýst ásamt auka-
slögum.22 Þegar sjúklingur er iafnframt á
blóðþynningarmeðferð, skyldi þess gætt,
að hann getur þurft allt að þriðjungi minni
skammt af blóðþynningarlyfinu, þar sem
Atromid keppir um bindingarsætin á pró-
teinum, og leiðir því til hækkunar á
óbundnu lyfinu í blóði. Þar sem lyfið er
bundið proteinum, þarf minni skammta,
þeear protein eru lág í blóði. Lyfið skilst
út í þvagi, bundið glucuronidum. Það berst
í geenum fylgiuna, en aukaverkanir á
fóstrið hafa ekki komið fram, en fram-
leiðendur ráðleggja að nota það ekki um
meðgöngutímann.
Cholestyramine (Questran) er jónaskipt-
ir („anion exchange resin“), sem bindur
gallsöltin í görnunum og hindrar því end-
urunntöku þeirra neðar í smágirninu, og
kemur bannig í veg fyrir „enterohenatic
circulation“ þeirra. Þetta veldur auknum
útskilnaði á kólesteróli, sem útskilst að
verulegu levti sem gallsölt. Cholestyra-
mine er gefið sem duft í stórum skömmt-
um, 16-32 grömm daglega og lækkar oft
kól. verulega. Vegna þess hve það er lítt
vatnsuppleysanlegt svo og vegna hás sam-
eindarþunga, er lyfið lítið tekið upp af
görnum. Hins vegar þolist það stundum
illa, getur valdið ógleði og hægðatregðu
og jafnvel endurvakið gamalt magasár.
Það getur og valdið minnkaðri upptöku
í görnum á fituuppleysanlegum vítamín-
um og vissum lyfjum, t. d. digitalis, thyr-
oxín, dicoumaroli o. fl. Jafnframt því, sem
kólesteról lækkar í blóði, verður stundum
hækkun á þríglyseríðum, og því þarf oft
að gefa Atromid samtímis. Nokkur önnur
lyf með svipaðan verkunarmáta eru á
markaðnum, t. d. Colestipol.
Þessi lyf verka bví svipað og resectio
ilei, og hafa því leyst þessa aðgerð af hólmi
sem lið í kólesteróllækkandi meðferð.
Nikótínsýra lækkar bæði kól. og þrígl.
verulega.0 Hún minnkar niðurbrot fitu-
vefs og með því lækkar hún frjálsar fitu-
sýrur í blóðinu, sem ella bærust til lifrar-
innar, sem umbreytti þeim í þríglyseríða.
En einnig virðist lyfið minnka framleiðslu
lifrar á kólesteróli. Það er gefið í smáum
byrjunarskömmtum, en smám saman auk-
ið og stundum upp í 6-10 grömm á dag.
Hætt er við roða- og svimaköstum, ef
skammturinn er aukinn of skyndilega.
Fylgjast verður með liffrarstarfseminni,
þar sem lyfið veldur í einstaka tilfelli
transaminasahækkun og jafnvel gulu. Lyf-
ið getur og valdið skertu sykurþoli og
hækkun á þvagsýru. Þrátt fyrir þessa
ókosti má ætla, að réttlætanlegt sé að nota
þetta lyf, a. m. k. í svæsnum tilfellum af
flokki II, svo og nota margir það við flokk
V.
Dextro-Thvroxín. Kólesteról er oft
hækkað í hypothyroidismus, en verður
aftur eðlilegt, ef gefið er thvroxín, sem
eykur útskilnað á kólesteróli. Þar sem
D-thvroxín hefur talsvert minni verkun á
hjartavöðvann en venjulegt L-thyroxín, þá
hefur það verið reynt í sjúklingum með
hækkað kól. og oft með góðum árangri.
Er það gefið í skömmtum upp í 8mg/dag
ásamt .,betablokkerandi“ lyfjum t. d.
propranolol, til að koma í veg fyrir óæski-
leg áhrif á hjartað.21 Þó skvldi það ekki
gefið sjúklingum með hjartakveisu. Auka-
verkanir í ungu fólki eru sialdséðar, og
því unnt að grípa til þessa lyfs, ef chole-
stvramine þolist illa.
Neomycin er fúkkalyf, sem lækkar