Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 82

Læknablaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 82
48 LÆKNABLAÐIÐ neikvæðu kóijafnvægi (balance).11 Ein manneldisrannsókn leiddi ekki í ljós auk- inn útskilnað á kól., þrátt fyrir lækkun í blóði, og var af því dregin sú ályktun, að ómettuð fita ylli tilfærzlu á kól. úr blóði og inn í vefina,17 sem þó þyrfti ekki að vera skaðlegt, ef kól. færi t. d. aðallega inn í lifrina. A. m. k. 10 ára reynsla af ómettuðu fæði hefur ekki bent til óæski- legra afleiðinga. Þvert á móti sýndi finnsk rannsókn, sem áður var vitnað til23 já- kvæðan árangur af slíku fæði. Víst er, að spikildi í húð hverfa oft við slíka með- ferð, og því ekki óréttmætt að ætla, að svipað geti og átt sér stað í æðaveggjun- um. Hins vegar getur mikið magn af ómett- aðri fitu vart talizt eðlileg fæða og reyndar er ýmislegt, sem bendir til, að óhóflegt magn geti jafnvel verið skaðlegt.25 Því er ráðlegt, að aðeins hluti af þeirri mettuðu fitu, sem skorin er niður, sé bætt upp með ómettaðri fitu, og miða margir við, að hlut- fallið milli ómettaðrar og mettaðrar fitu verði 1.5-2:1. í bandarísku fæði er þetta hlutfall <0.5. Slíkt fæði leiðir til nokkurr- ar takmörkunar á fitu sem orkugjafa, úr 35-40% i flestu vestrænu fæði niður í 30% og samsvarandi aukningar á hluta kolvetna og proteina í fæðunni. Kolvetnaaukningin er þó hvergi nærri því magni, að leitt geti til hækkunar á þríglyseríðum, eins og verð- ur a. m. k. um tíma á mjög kolvetnaríkri fæðu, þ. e. 70-80% kolvetni. Nokkur fylgni er með líkamsþyngd og þríglyseríðum í blóði, og megrun niður í kjörþyngd leiðir oft til verulegrar lækk- unar á þríglyseríðum, en getur einnig lækkað kól. nokkuð. Mataræðið, sem notað er í meðferð við hækkaðri blóðfitu, er því í fyrsta lagi fólgið í megrunarfæði. Þegar kjörþyngd er náð, er ráðlögð takmörkun á daglegri neyzlu á kólesteróli við <300mg. Meðal- neyzla í Bandaríkjunum og Bretlandi er um 800mg á dag, en tölur liggja ekki fvr- ir um ísland. Eitt egg inniheldur 250-300 mg og neyzla þeirra því takmörkuð við t. d. 2 egg á viku. Einnig er verulegt magn af kólesteróli og mettaðri fitu í mjólk og mjólkurafurðum, og neyzla þeirra því tak- mörkuð. f stað smjörs er ráðlagt að nota sérstök jurtasmjörlíki, sem innihalda veru- legt magn af ómettaðri fitu. Þess ber þó að gæta, að innihaldið af ómettaðri fitu er mjög breytilegt frá einni tegund jurta- smjörlíkis til annarrar. Við matargerð er ráðlögð jurtaolía, en innihald hennar er einnig mismunandi. Fiskmeti, einkanlega feitur fiskur, inniheldur meir af ómettaðri fitu, og er því æskilegri en kólesterólríkt, feitt kjötmeti. Ef sykurþol er skert, ber og að takmarka kolvetni. Ofannefnd matarróðgjöf lækkar að jafnaði kólesteról um 15-20%, en þríglyser- íðar lækka mun meira. Svörunin er þó mismunandi eftir tegund hyperlipoprotein- emiunnar. Flokkar III, IV og V svara yfir- leitt mjög vel megrun og breyttu mataræði og oft er það nægileg meðferð ein sér. Arfbundinn flokkur II svarar hins vegar oftast lítið matarráðgjöf, en aðrir í þess- um flokki, sem ekki hafa fjölskyldusögu, svara yfirleitt mun betur, enda líklegt að umhverfisþættir eins og mataræði séu að verulegu leyti orsökin. I. flokkur svarar bezt takmörkun á fituinntöku við <25G. Frekari upplýsingar um matarlista er að fá í bandarískri handbók fyrir lækna.14 22 Mjög skiptar skoðanir eru um, hvort ráðleggja beri heilum þjóðum að breyta mataræði sínu til að lækka meðalgildi blóðfitu. og þar með væntanlega draga úr áhættu á kransæðasjúkdómum. Á þessu stigi, meðan gildi slíkrar meðferðar hefur ekki verið Sannað á fólki með það, sem kallað er „eðlileg blóðfitugildi“, svo og meðan ekki hafa verið færðar sönnur á, að eitt fæði henti öllum, getur vart talizt nægileg ástæða til slíks, enda væntanlega óframkvæmanlegt. Hins vegar ber að veita slíka matarráðgjöf þeim, sem mesta áhætt- una hafa, og því eðlilegra að beina ork- unni í að finna þá í fjöldanum. Lyfjameðferð Dugi matarráðgjöf ekki, er unnt að grípa t.il lyfjameðferðar. Sum lyfin verka aðal- lega á þríglyseríða, en önnur á kólesteról, og sum verka á bæði. Atromid-S (Clofibrate) lækkar einkan- lega þríglyseríða, og er því mest notað í flokki III, IV og V. Það lækkar þó stund- um kólesteról í flokki II, og því vert að reyna það, áður en gripið er til annarra lyfja, sem oft hafa meiri aukaverkanir. Venjulegir skammtar eru 1-2 grömm á dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 1 - 2. tölublað (01.02.1974)
https://timarit.is/issue/364273

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1 - 2. tölublað (01.02.1974)

Aðgerðir: