Læknablaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 75
LÆKNABLAÐIÐ
41
Mynd 3.
Þríglyseríðaefnaskiptin. Eftir máltíð berast þríglyseríðar úr fæðu inn í blóðið sem hiuti
af chylomicra, en eru síðan teknir upp af vefjum til brennslu eða geymslu. Chylo-
micra hverfa úr blóði eftir næturlanga föstu. Þríglyseríðar í fastandi blóði eru hluti af
VLDL, sem aðallega myndast í Iifur úr frjálsum fitusýrium, glúcósa og apoproteinum.
blóði, eru aðallega sem hluti af þessu lipo-
proteini. Þessar sameindir eru nægilega
stórar til að brjóta ljós og valda því mjólk-
urlituðu serum, en fljóta ekki ofan á eins
og chylomicra. Hækkun á þessu lipopro-
teini, svo og á LDL og HDL, getur staíað
annaðhvort af aukinni framleiðslu í lifur
eða af minnkuðu niðurbroti, og oft ekki
auðvelt að segja hvor þátturinn má sín
meir.
c) LDL (low density eða beta lipopro-
tein) innihalda mestan hluta af kólesteróli
í blóðinu, og hækkað kól. stafar því lang-
oftast af hækkun á þessu lipoproteini. Þau
eru ekki nógu stór til að brjóta ljós, og
því helzt serumið tært þrátt fyrir veru-
lega hækkun á þessu lipoproteini. Skortur
á þessu lipoproteini (abetalipoprotein-
emia) getur valdið alvarlegri sjúkdóms-
mynd vegna röskunar á starfi frumuhimn-
anna.20
d) HDL (high density eða alpha lipo-
protein) eru eðlisþyngst, þar sem þau eru
proteinríkust, eða 50%. Þau bera nokkuð
magn af kólesteróli og geta því leitt til
hækkunar þess, sem er þó sjaldgæft. Kon-