Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1974, Side 40

Læknablaðið - 01.02.1974, Side 40
20 LÆKNABLAÐIÐ 9 NORDISK LÆREBOG I PÆDIATRI R i ITIH i OMl i ÍJ 7. útg. 1973, 603 bls. K Otgefandi: Munksgaard, Köbenhavn. ' M.M. Verð: D. kr. 226.10. Mikil þensla hefur auðkennt læknisfræð- ina hin síðari árin. Þekking á eðli sjúk- dóma heíur vaxið mikið og möguleikar til fyrirbyggjandi aðgerða og lækninga auk- izt. Viðhorfin eru stöðugt að breytast. Það sem virtist aðalatriði í gær er í dag ómerki- legt aukaatriði. Þetta hefur, að sjálfsögðu, leyst mörg vandamál, en jafnframt skapað önnur ný. Stöðugt verður erfiðara fyrir lækna að fylgjast með nýjungum innan greinarinnar, þar sem magn hins prentaða máls eykst stöðugt. Það hafa einnig skap- azt vandamál fyrir þá, sem ákvarða þurfa námsefni fyrir læknastúdenta og skrifa handa þeim námsbækur. Hvað er nauð- synlegt að læra og hverju má sleppa? Þessum spurningum hefur ekki ætíð verið svarað á viðunandi hátt og námsefnið því stöðugt vaxið og kennslubækurnar gildn- að. Hin síðari árin hefur verið gerð alvar- leg tilraun til að halda námsefni lækna- stúdenta innan viðráðanlegra marka. Sjá má merki slíkrar viðleitni á 7. útgáfu Nordisk Lærebog i Pædiatri, sem út kom á sl. ári. Þessi bók er 270 bls. styttri en 6. útgáfan frá 1967. Nordisk Lærebog i Pædiatri kom fyrst út árið 1941 og hefur síðan verið endur- skoðuð og endurútgefin á 4-6 ára fresti. Um útgáfu bókarinnar sér 5 manna rit- nefnd skipuð einum aðalritstjóra og full- trúum frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Bókin er rituð á dönsku, norsku og sænsku. Hún skiptist í 41 höfuðkafla. Höfundar eru allir vel þekktir á Norður- löndum. Allmikil breyting hefur verið gerð á niðurröðun efnis frá því sem áður var, margir kaflar nýskrifaðir af nýjum höfundum og aðrir kaflar endursamdir og styttir verulega. Nýir læsilegir kaflar eru í bókinni um börn í sjúkrahúsi, misþyrm- ingu barna og skyndidauða ungbarna. Augljóst er, að niðurskurði hefur verið beitt af grimmd við samningu flestra kafla bókarinnar. Má nefna sem dæmi, að aðeins er getið í örfáum línum um sjúkdóma eins og barnaveiki og mænusótt. Þetta hefði þótt kórvilla fyrir 10 árum, en nú má segja, að þetta sé tímanna tákn. Þótt víða sé nauðsynlegt að stikla á stóru í bókinni, er þó getið furðu margra sjaldgæfari fyr- irbrigða, án þess þó að úr verði þurr upp- talning nema þá helzt í kaflanum um metaboliska sjúkdóma. Af einstökum köfl- um bókarinnar þótti mér síztur kaflinn um sjúkdóma í meltingarfærum, sem er töluvert laus í reipunum og ósamstæður, enda skrifaður af stórum hópi höfunda. Þegar undirritaður nam barnasjúkdóma í læknadeild var lesin Nordisk Lærebog i Pædiatri, 4. útgáfa. Þótti hún, að flestra dómi, fremur leiðinleg aflestrar, illa skipu- lögð og gjörn á endurtekningar. Þessi nýja útgáfa er með allt öðru sniði. Hún er vel og skipulega framsett og víða skemmtileg aflestrar. Áherzla er lögð á aðalatriði, svo sem vera ber með kennslubók af þessu tagi. í lok hvers kafla eru tilvitnanir, flestar nýjar af nálinni, í þýðingarmikil rit og greinar, sem lesa má til fyllingar efninu. Bókin er notuð sem kennslubók við þá háskóla á Norðurlöndum, sem ég þekki til. Þessi útgáfa virðist mjög vel geta þjónað því hlutverki, jafnframt því að vera tilvalin handbók fyrir almenna lækna. Ólafur Stephensen
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.