Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1974, Síða 68

Læknablaðið - 01.02.1974, Síða 68
38 LÆKNABLAÐIÐ TAFLA I Flokkun lipoproteina. Greiningaraðferð Hraðskilvinda Rafdráttur Eðlisþ. Heiti Chylomicron <0.95 Chylomicron Prebetalipoprotein 0.95-1.006 Very low density (VLDL) Betalipoprotein 1.006-1.063 Low density (LDL) Alfalipoprotein 1.063-1.023 High density (HDL) sinnum hættara við þessum sjúkdómi inn- an 5 ára en þeim, sem hafa kólesteról < 220mg.18 Hins vegar er ekkert kólesteról- gildi, þar sem engin hætta er á kransæða- sjúkdómi. 5) Retrospektivar rannsóknir á sjúkl- ingum, sem fengið hafa kransæðasjúkdóm, hafa sýnt, að 25-30% þessara sjúklinga hafa að jafnaði hækkaða blóðfitu, annað- hvort kólesteról eða þríglyseríða, þegar 95% mörk eru notuð sem efri rnörk.1®28 18 21 Þessi fylgni verður þó mun meira áberandi, þegar einungis eru teknir sjúkl- ingahópar undir fimmtugu. 6) Ekki er fyllilega úr því skorið, hvort hækkaðir þríglyseríðar séu sjálfstæður áhættuþáttur eða ekki, en ýmislegt bendir þó'til, að svo sé. Þannig gaf 10 ára pro- spektiv rannsókn, sem gerð var á stórum hópi í Svíþjóð, til kynna, að svo væri og engu síður en hækkað kólesteról.8 Aðrir vilja halda því fram, að hækkun á þrí- glyseríðumlsé oftast samfara hækkun á kólesteróli, og sé því nokkurs konar mark fyrir hækkað kólesteról, sem sé skaðvald- urinn. Benda þeir á, að æðaveggirnir hafi efnakljúfa, til að brjóta niður þríglyseríða, sem finnist því í miklu minna mæli en kólesteról í æðaskemmdunum. Frekari rannsókna er því þörf til að skera hér úr, en meðan ýmislegt bendir til, að þríglyser- íðar séu sérstakur áhættuþáttur, er vel réttlætanlegt að meðhöndla hann. 7) Veigamesta gagnrýnin gegn „blóð- fitukenningunni“ hefur verið sú, að ekki hafi ótvírætt tekizt að sýna fram, á, að unnt sé að minnka tíðni æðasjúkdóma með því að lækka blóðfituna. Margar sam- anburðarrannsóknir hafa verið gerðar á gildi blóðfitulækkandi meðferðar, bæði í heilbrigðum („primary prevention“) og á sjúklingahópum með kransæðasjúkdóma („secondary prevention“). Sumar þeirra hafa borið jákvæðan árangur, en aðrar ekki. Reynzt hefur mjög erfitt að fram- kvæma slíkan samanburð, og hefur mátt gagnrýna flestar þessara rannsókna á einn eða annan hátt. Nýleg og vel unnin rannsókn, sem gerð var á fávitahæli í Finnlandi, sýndi, að lækkun kólesterólsgildis um 12-18% leiddi til verulegrar lækkunar á tíðni kransæða- sjúkdóma, og var sá munur marktækur fyrir karlmennina, en náði ekki alveg að vera svo fyrir konurnar. Þessi lækkun á kólesteróli fékkst með því, að í stað smjörs neyttu þátttakendur jurtasmjörlíkis, auð- ugs af ómettaðri fitu, og í stað mjólkur var þeim gefið mjólkurduft.28 Allar þessar rannsóknir hafa verið gerð- ar á fólki með bæði há og lág blóðfitu- gildi, en eðlilega mætti búast við mestu gildi slíkrar meðferðar í fólki með blóð- fitugildi í hærra lagi. Því er vissulega þörf rannsóknar á gildi slíkrar meðferðar í þessum hópi fólks. Það er skoðun flestra, að enda þótt gildi blóðfitulækkandi meðferðar hafi enn ekki verið ótvírætt sannað, séu líkurnar fyrir orsakasambandi milli hárrar blóðfitu og æðakölkunar svo sterkar, að eðlilegt sé að meðhöndla þá, sem mesta áhættuna hafa. LIPOPROTEIN Fitan í blóðinu samanstendur af kóle- steróli, þríglyseríðum, fosfólípíðum og frjálsum fitusýrum. Kólesteról gegnir veigamiklu hlutverki í frumuhimnum og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.