Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1976, Síða 11

Læknablaðið - 01.02.1976, Síða 11
LÆKNABLAÐIÐ 3 Sigurður Sigurðsson dr. med. UM BERKLAVEIKI Á ISLANDI SÖGULEGT YFIRLIT Allt virðist benda í þá átt, að berkla- veikin hafi borist til landsins á landnáms- öld. Þannig telur Jón Steffensen, að ótví- ræð einkenni um berklaveiki (spond. tub. lumbal.) hafi fundist í einni beinagrind, er grafin var upp úr grafreit að Skelja- stöðum í Þjórsárdal árið 19 3 9.54 Ennfrem- ur telur sami höfundur mjög sennilegt, að einkenni berklaveiki (tub. sacroiliacae) hafi fundist í annarri beinagrind úr sama grafreit, þó eigi telji hann þetta fullsann- að. Hér var alls um 55 heillegar beina- grindur að ræða, og auk þess einstök bein, sem gætu verið úr 11 beinagrindum full- orðinna í viðbót. Er nú talin svo til fuli vissa fyrir því, að byggð sú, er grafreitur þessi tilheyrði, hafi lagst í eyði árið 1104,711 r'-117 þó S. Þórarinsson hafi í fyrstu talið líklegt, að eyðing dalsins hafi orðið um aldamótin 1300.115 116 Sé þetta rétt og jafnframt tekið tillit til þess, að hér var eigi um stóran grafreit að ræða og enn- fremur hlutfallsins milli beinaberkla og lungnaberkla, mætti álykta, að tíðni sjúk- dómsins hafi eigi verið litil í þessari sveit á þeim stutta tíma, sem grafreiturinn hef- ur verið í notkun. Á hinn bóginn verður ekkert með vissu fullyrt um tíðni sjúk- dómsins í landinu öllu á þessum tíma né um næstu aldir. Það bíður frekari rann- sókna. Ekkert verður hér fullyrt um, hvort beinagrind sú, er grafin var upp úr graf- reit íslensku nýlendunnar að Herjólfsnesi í Grænlandi, hafi haft einkenni berkla- *) Grein þessi var rituð að mestu leyti meðan ég hafði enn á hendi embætti berkla- yfirlæknis, en þvi starfi gegndi ég til ársloka 1973. Nær hún því aðeins fram til loka sjö- unda áratugsins. S. S. veiki eða ekki, þar sem hún var svo illa farin.53 Af ýmsum sögulegum heimildum eink- um 17. og 18. aldar má þó telja nær víst, að sjúkdómurinn hafi komið fyrir í landinu öðru hvoru eða jafnvel stöð- ugt.94 120 118 Þannig er það nálega víst, að berklaveiki hefur verið í Skálholti, aðal- menntastofnuninni sunnanlands í tíð Bryn- jólfs biskups Sveinssonar (1639-1674). Dóttir hans 22 ára deyr 1663, einu ári eftir barnsburð, sonur hans 24 ára 1666, að vísu við nám í Ehglandi, og var bana- mein hans talið tæring (consumption)48, þá dó dóttursonur biskups 11 ára árið 1673, að því er best verður séð, en að vísu samkvæmt ófullkominni sjúkdóms- lýsingu, úr berklaveiki.24 Fimm börn hafði biskup áður misst komung og árið 1670 dó kona hans 55 ára að aldri, eigi ósenni- lega úr berklaveiki. Ekki er heldur loku fyrir það skotið, að berklaveiki hafi orðið föður hennar að bana árið 1638 (hæmop- tysis)3. Á hinu biskupssetrinu, Hólum í Hjalta- dal, aðalmenntastofnuninni á Norðurlandi, virðist líka hafa komið upp berklaveiki. Árið 1787 andaðist þar Árni biskup Þór- arinsson aðeins 46 ára að aldri. Verður tæpast dregið í efa, að dánarorsökin hafi verið berklaveiki.48 Líklegt má hins vegar telja, að tíðar landfarsóttir hafi dregið úr fjölda hinna berklaveiku og allra, er þjáðust af lang- vinnum sjúkdómum. Þannig má gera ráð fyrir, að plágan mikla 1402-4 og hin síðari 1495, svo og bólusóttarfaraldrarnir, eink- um 1707-9 og Móðuharðindin 1783-85 hafi allt að því útrýmt berklaveikum sjúkling- um, er kunna að hafa verið fyrir í land- inu.4(i 139118 Fyrsti háskólalærði læknirinn, Bjarni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.