Læknablaðið - 01.02.1976, Page 26
10
LÆKNABLAÐIÐ
Fig. 3. — Crossing a river with the x-ray
eqiuipment.
berklaveiki. Um 6000 læknisrannsóknir
voru gerðar það ár. Vegna hinnar auknu
aðsóknar og stopulla starfa berklayfir-
læknis við stöðina vegna ferðalaga hans
voru Vífilsstaðalæknar, Helgi Ingvarsson
og Óskar Einarsson, fengnir til að hlaupa
undir bagga og unnu þeir nokkuð þar, unz
fastur læknir var ráðinn þangað snemma á
árinu 1939.
Á árinu 1938 var þessari starfsemi hald-
ið áfram og fólk rannsakað víða um land
bæði með ferðaröntgentækjum og á berkla-
varnastöðvum, eða alls um 6500 manns, 437
manns eða 6,8% fundust með virka berkla-
veiki. Á þessu ári tóku til starfa þrjár
berklavarnastöðvar, á Akureyri, Seyðisfirði
og í Vestmannaeyjum. Var öllum stöðvunum
leiðbeint í byrjun um rekstur berklavarna.
Enn hafði ekki fengist aukning á starfs-
liði berklayfirlæknis aðallega vegna skorts
á æfðu stafsliði. Þó hafði honum í byrjun
árs 1937 verið falin læknisfræðileg fram-
kvæmd ríkisframfærslulaganna í sjúkra-
máladeild stjórnarráðsins, en þau gengu í
gildi í byrjun þess árs. Var það talsverð
aukning við störf hans. Berklapróf á skóla-
Fig. 4. — The rescue boat Sæbjörg on a tub. case finding expedition oni the eastern and
northern coast in May-June 1939. Examinations were carried out on board.