Læknablaðið - 01.02.1976, Side 40
20
LÆKNABLAÐIÐ
TABLE3
New reported cases of tuberculosis (all forms) by age, sex, and selected
five-year periods, 1941-1970.
Age-group (years) Five-year period 1941-45 Five-year period 1966-70
Females Males Females
Number of cases Case-rate per 1,000 popula- tion Number of cases Case-rate per 1,000 popula- tion Number of cases Case-rate per 1,000 popula- tion
0-4 76 2.5 83 2.6 7 0.1
5-9 106 3.7 100 3.4 6 0.1
10-14 113 3.7 92 2.9 14 0.3
15-19 228 7.9 143 4.7 7 0.1
20-24 204 7.7 134 4.9 9 0.2
25-29 127 5.4 108 4.4 4 0.1
30-34 84 3.7 58 2.6 2 0.1
35-39 42 2.1 54 2.5 9 0.3
40-49 76 2.1 72 2.0 6 0.1
50-59 44 1.6 38 1.5 9 0.2
60-69 28 1.4 26 1.6 6 0.2
70 and over 15 0.8 9 0.7 9 0.3
Unknown 10 — 6 — — —
Total 1,153 923 3.0 88 0.2
bils með því lægsta, sem þekkist. En gæta
ber þess, að samkvæmt alþjóðareynslu er
örðugt eða jafnvel ekki unnt að bera
saman skrásetningarreglur hinna ýmsu
landa.10 141
Á mynd 10 og töflu 3 kemur vel fram
hin mikla tíðni berklaskráðra kvenna á
aldursskeiðinu frá 15-29 ára. Fylgir þessi
hækkun kynþroskaaldri konunnar. Taflan
sýnir og að á fimm ára tímabilinu 1966-70
er gkráningarmismunur karla og kvenna
ekki lengur umtalsverður.
Munurinn á tíðni sjúkdómsins hjá kon-
um og körlum á kynþroskaskeiðinu er
mjög mikill hér á landi og meira áberandi
en í nágrannalöndum okkar. Það er ekki
fyrr en á fimm ára tímabilinu 1956-60,
sem þetta breytist. Eftir það verður tíðni
sjúkdómsins meðal karla nokkru meiri en
hjá konum og er það einkum eftir 40 ára
aldur. Getur þetta skýrst með meiri erfiðis-
vinnu karla á þessu aldursskeiði, sem oft
er bundin nokkurri vosbúð (sjómenn).
Um skráninguna á þesu tímabili skal
taka fram, að samanburður á nöfnum
hinna skráðu var gerður árlega. Tvískrán-
ing á því ekki að koma fyrir. Tel ég skrán-
inguna því nákvæma. Eina veila hennar
gæti verið hin áðurnefnda tilhneiging hér-
aðslækna til að skrá þá sjúklinga, sem
þeir óska að halda undir eftirliti, enda
þótt eigi séu þeir lengur með virka berkla.
Gæti það hafa aukið lítið eitt fjölda hinna
skráðu ár hvert.
2. Berkladauðinn samkvæmt dánar-
skýrslum.
Dánarskýrslurnar eru án efa öruggustu
heimildirnar, sem til eru um útbreiðslu
berklaveikinnar í landinu unz berklalyfin
koma til sögunnar í byrjun sjötta tugar
aldarinnar. Árið 1911 var ákveðið með
lögum, að læknar skyldu gefa nákvæma
dánarskýrslu um alla þá, er létust í kaup-
túnum og kaupstöðum, þar sem læknar
sátu. Annars staðar á landinu var prestum
skylt að afla sem áreiðanlegastra gagna
um dauðamein manna og rita þau í kirkju-
bækurnar. Hver prestur var síðan skyld-
ur að senda héraðslækni árlega skýrslu um