Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1976, Side 78

Læknablaðið - 01.02.1976, Side 78
42 LÆKNABLAÐIÐ ir heims leggjast á eitt um að framkvæma hana. Þeirrar stundar, að slíkt takist, getur orðið langt að bíða, en að sjálfsögðu ber að setja sér slíkt stefnumark. Það er því nauðsynlegt, að til sé áætlun um útrýmingu sjúkdómsins, enda hefur undanfarin ár verið unnið á þann hátt á meðal flestra menningarþjóða. Slík áætlun verður að vera í stöðugri endurskoðun og síbreytileg eftir aðstæðum og framkvæmd á berklavarnar- eða almennum heilsu- gæslustöðvum af vel kunnandi og æfðu starfsliði. Meðal slíkra þjóða er talið nauðsynlegt að framkvæmdastjórn berklavarnanna sé falin einum aðila, sem venjulegast er sér- fróður læknir.148 150 135 LOKAORÐ Á þessu ári (1975) eru 40 ár liðin, frá því að skipulegar berklavarnir voru hafnar hér á landi. Þær hafa tvímælalaust borið mik- inn árangur, en um einstaka liði þeirra verður ekki dæmt. Þar eru mörg atriði samanofin. Á þessu tímabili hafa viðhorfin mjög breyst. Berklabólusetninguna ber nú að meta á annan hátt en er hún hóf göngu sína fyrir alvöru á fjórða tug aldarinnar. Hin sérhæfða lyfjameðferð gegn sjúkdómn um er komin til sögunnar, og er hún al- mennt viðurkennd, en nokkur vafi leikur enn á, að hve miklu leyti skuli nota hana í varnarskyni. Á síðustu árum hefur aðaláhersla berkla- varnanna verið lögð á eftirfarandi sex þætti: 1. Að finna hinn berklaveika sjúkling (smitberann) sem allra fyrst og koma honum þegar í stað í viðeigandi með- ferð. 2. Að halda sjúklingnum einangruðum, meðan smithætta er af honum. 3. Að fylgjast reglulega með heilsufari hans, meðan nauðsynlegt er talið. 4. Að velja úr þá hópa einstaklinga, sem teljast vera næmir fyrir sjúkdómnum og öðrum fremur líklegir til að verða fyrir smitun. Rétt er að leitast við að draga úr næmi þessara einstaklinga fyrir sjúkdómnum með því að bólu- setja þá gegn berklaveiki. 5. Að halda uppi stöðugum og nákvæm- um athugunum á útbreiðslu berkla- smitunar í landinu. 6. Að nota hin sérhæfðu berklalyf með varúð til sjúkdómsvarna, þ. e. til varn- ar því að berklasjúkdómur brjótist út hjá nýsmituðum (secundær chemo- prophylaxis). Fáum orðum skal farið frekar um hina 6 ofangreindu liði. Um 1. lið: Ekki þarf alltaf að leita hins berklaveika sjúklings. Vegna sjúkdómsein- kenna sinna leitar hann mjög oft af sjálfs- dáðum læknis. Kemur þá oftast í ljós, hvort sjúkdómur hans er nýlegur eða gam- all og hvort sjúklingurinn er eða hefur verið hættulegur umhverfi sínu. Sé svo, verður að sjálfsögðu að hefja víðtæka rannsókn á öllum, sem hafa verið samvist- um við hann. Komi hins vegar nýsmitað barn eða unglingur til læknis, verður að hefja leit að smitunaruppsprettunni. Vegna þess að almenn berklabólusetning hefur eigi verið framkvæmd hér á landi og mjög lítil berklasmitun hefur verið í landinu s.l. 30 ár, eru langflestir landsmanna innan við þann aldur ósmitaðir. Hinir fáu, sem smitaðir eru, vita og oftast deili á smitun sinni. Berklaprófið er því orðið niikilsverð rannsókn á öllum yngri aldursflokkum þjóðarinnar til að greina sjúkdóminn. Röntgenrannsókn á hinum jákvæðu svo og nákvæm skoðun á hráka eða magaskol- vatni með smásjá eða ræktun leiða sjúk- dóminn oftast tvímælalaust í Ijós. Þegar leitað er nýsmitaðra einstaklinga í umhverfi berklasjúklings eða smitunar- uppsprettu meðal nýsmitaðra þarf að sjálf- sögðu að endurtaka berklaprófið, ef það reynist neikvætt við fyrsta próf, þar sem undirbúningstími sjúkdómsins er allt að 6-8 vikum og berklaprófið því eigi jákvætt fyrr, ef um nýja smitun er að ræða. Vel þarf að fylgjast með öllum nýsmituðum og gefa þeim lyfjameðferð þegar í stað, ef sjúkdómseinkenni koma í ljós. (Sjá nánar 6. lið, secundær chemoprophylaxis (sjúk- dómsvarnir)). Að sjálfsögðu verður að vanda mjög til tuberkulínprófsins. Nota helst intracutan (Mantoux) próf og hreinsað, standardiserað tuberkulín og fylgja vel viðurkenndum leiðarvísi um hvernig og hvenær skuli
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.