Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1976, Qupperneq 24

Læknablaðið - 01.06.1976, Qupperneq 24
96 LÆKNABLAÐIÐ t MINNING BJARNI BJARNASON F. 29. okt. 1901. D. 23. des. 1975. Þegar ég frétti að Bjarni Bjarnason, vinur minn, væri allur, þá fór fyrir mér eins og fleirum, að ihugur minn reikaði til okkar fyrstu kynna. Þau bar þannig að, að ég gekk til hans sem læknis nokkrum sinnum árið 1952. í síðasta sinn, er ég leitaði til hans vegna þessa sjúkleika míns, ætlaði. ég að sjálfsögðu að greiða honum læknishjálp- ina, en hann afþakkaði. Um svipað leyti og þetta gerðist var hann nýbyrjaður á bygg- ingu húss síns að Mávahlíð 30. Þar sem ég bjó svo að segja í næsta húsi, hafði ég gefið þessum byggingarframkvæmdum auga. Þarna sem ég nú var staddur á læknisstofu hans varð mér á að segja eitthvað á þá leið, að ibygging hans í Mávahlið yrði hon- um erfið, ef áfram héldi sem horfði. Lyktir þessa máls urðu á þá leið, að hann kom til mín nokkrum dögum síðar og kvaðst ekki vera alls kostar ánægður með bygg- ingarframkvæmdir sínar. Varð það úr, að ég tók að mér umsjón með byggingunni. Varð þetta upphaf langrar og góðrar vin- áttu okkar. Oft kom ég síðan á heimili þeirra hjóna, Regínu Þórðardóttur og Bjarna. Tóku þau mér ætíð með slíkum ágætum, að þær stundir líða mér aldrei úr minni. Auk þess að vera mikill læknir, var Bjarni mikill hugsjóna- og félagshyggju- maður. Hans spor á vettvangi stéttar sinnar eru djúp. Segja má um hann eins og um marga aðra framúrstefnumenn sinnar sam- tíðar, að þeir séu taldir færast of mikið í fang, þar til staðreyndirnar sýna hið gagn- stæða. Þetta varð mér sjálfum á mörgum árum áður en bygging Domus Medica hófst, og hann ræddi hugmyndir sínar um byggingu hússins við mig, sem hann gerði æði oft. Ég kom ekki auga á fjárhagslegan grund- völl til þess að koma þessari hugmynd í framkvæmd, en bjartsýni Bjarna og félags- hyggja var svo föst fyrir, að hann hlustaði ekki á svartsýni mína. Þótti honum það hin mesta óhæfa að læknastéttin ætti ekki fastan samastað fyrir starfsemi sína, og einnig var það ofarlega í huga hans, að sjúklingar hlytu betri þjónustu. Óhætt er að segja, að með atorku sinni hafi Bjarni brotið blað í sögu stéttar sinn- ar, þó hann hafi að sjálfsögðu notið að- stoðar kollega sinna, sem studdu hann í hvívetna. Bjarni var svo lánsamur að sjá ýmsar hugmyndir sínar verða að veruleika, eins og Domus Medica og stórefling Krabba- meinsfélags íslands, sem hann var formað- ur fyrir um ára'bil, svo dæmi séu nefnd. Bjarni var sá persónuleiki, sem gerði sjóndeildarhringinn stærri, og tel ég mig hafa notið góðs af því, enda var ánægju- legt að vinna undir hans stjórn. Bjarni Bjarnason var fæddur að Geita- bergi í Svínadal. Þangað fór hann oft iil að hvílast frá hinu daglega amstri. Oft fór ég með honum í þessar ferðir. Dvöldumst við þá við veiðiskap og ræddum um búskap. Þar sem hann var hugsjónamaður á því sviði sem öðrum, lágu leiðir okkar ágæt- lega saman. Ef til vill vorum við oft nokk- uð hátt stemmdir í umræðum okkar, en þessar stundir gleymast mér ekki. Fjölskylda mín og ég viljum þakka þér, Bjarni minn, þau ár sem við fengum að njóta þín sem vinar og læknis. Friðrik Karlsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.