Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1976, Side 28

Læknablaðið - 01.06.1976, Side 28
100 LÆKNABLAÐIÐ stöðum smásjárskoðunar sýnanna en ekki kliniskri skoðun. Tafla III sýnir síðan niðurstöður frumu- rannsókna á sýnum teknum á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði og Nes- kaupstað, og tafla IV sýnir sömu niður- stöður frá Kópaskeri, Raufarhöfn, Þórs- höfn, Vopnafirði, Djúpavogi og Höfn í Hornafirði. í III. og IV. fl. voru árið 1970 alls 18 konur og árið 1972 alls 14 konur, en í flokki IIR voru árið 1970 39 konur og árið 1972 31 kona. Rétt er að leggja áherslu á það, að fundizt hafa konur með carcin- oma in situ, sem reyndust vera í II R, og er því full ástæða til þess að þeim sé fylgt eftir mjög gaumgæfilega með endurtekn- um frumusýnum og/eða nánari sýnitökum úr leghálsi. Ég sé ekki ástæðu til þess að ræða þessar töflur nánar, enda skýra þær sig sjálfar. Til þess að gefa nokkra hugmynd um, hversu almenn þátttakan í skoðununum hefur verið frá upphafi, hefur komið í ljós, að konur fæddar á árunum 1903-1940, sem ekki hafa verið skoðaðar, voru í Reykjavík 26% og úti á landi 16%. Á sama tíma voru óskoðaðar í N.-Múlasýslu 24%, S.-Múlasýslu 9%, Seyðisfirði 15%, Neskaupstað 9%, Norður-Þingeyjarsýslu 15% og í Austur- Skaftafellssýslu 16% (niðurstöður frá 1973). Þetta verður að teljast mjög viðunandi árangur og haldi hér áfram sem horfir standa vonir til að hægt verði á næstu ár- um að lækka verulega fjölda dauðsfalla af völdum leghálskrabbameins hjá konum á íslandi.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.