Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 195 sum hinna höfðu haft slíkan hita rétt fyrir innlagningu. Hiti stóð í 1-8 daga eftir komu á spítalann, en 45% sjúklinganna voru orðnir hitalausir eftir 2 daga og 88% eftir 4 daga. Uppköst voru áberandi mikil hjá sumum sjúklinganna, bæði á spítalanum og eins áður en þeir komu inn. A töflu III eru til samanburðar sýnd sjúkdómsein- kenni hjá börnum með meningitis bacteri- alis. Kemur þar fram talsverður munur á tíðni nokkurra einkenna. T. d. er áber- andi hvað kvörtun um höfuðverk kemur meira fram hjá börnum með meningitis aseptica, en það speglar vafalítið aldurs- mun sjúklinga, því eins og áður var bent á, voru börnin með meningitis bacterialis ung og þar af leiðandi vanmegnug að tjá kvartanir sínar. Höfuðverkurirm var ýmist í hnakka eða enni, en hjá meirihluta sjúkl- inga var staðsetning ekki tilgreind í sjúkra- skrá. Magaverkir voru nokkuð áberandi ein- kenni hjá börnum með meningitis aseptíca, en þeirra er ekki getið hjá börnum með meningitis bacterialis. Það er erfitt að segja til um, hvort slíkir verkir hafi staðið í sambandi við uppköst, sem yfirleitt voru svæsnari hjá þeim fyrrnefndu, meiri getu þeirra til að tjá sig vegna aldursmunar eða hvort sjálf sýkingarorsökin hafi þar um ráðið og er þá hettusóttarveiran sérstak- lega höfð í huga. Tvö börn höfðu lítilsháttar niðurgang. Tvö börn fengu krampa. Annað var 2 ára gömul stúlka, sem hafði verið lögð inn til rannsókna vegna andlegs og líkamlegs vanþroska. Á meðan hún lá inni fékk hún háan hita og eifct krampakast í sambandi við hann og það sást votta fyrir húðblæð- ingum. Reyndist hún hafa lítillega aukinn fjölda hvítra blóðkorna í mænuvökva, mest hnattfrumur. Hún var talin hafa meningitis aseptica, en ekki varð komizt að veiru- greiningu. Annað barn, 7 mánaða gamall drengur, var lagt inn frá öðrum spítala vegna endurtekinna krampakasta og sljó- leika. Hann hélt áfram að fá krampa fyrst eftir innlagningu og var sljór fyrsta sólar- hringinn, en síðan bráði skjótlega af hon- um og virtist hann þá eðlilegur. Hann var hitalaus allan tímann, en var með nokkra aukningu á hvítum blóðkornum í mænu- vökva, allt hnattfrumur. Veirurannsókn TAFLA III Sjúkdómseinkenni hjá 37 bömum með meningitis aseptica og 45 börnum með meningitis bacterialis. c Meningitis Meningitis aseptica bacteriaiis Fjöldi Fjöldi Einkenni sjúkl. % sjúkL % Hiti >37.5° 33 89 41 91 Uppköst 30 80 33 76 Stífleiki í hnakka og baki 35 95 39 89 Höfuðverkur 28 76 8 18 Ertni 5 14 36 82 Sljóleiki 5 14 17 39 Krampar 2 5 5 11 Útbrot 2 5 12 27 Meðvitundarleysi 9 20 Magaverkir 8 22 var ekki gerð, en hann var talinn vera með meningitis aseptica, en ef til vill hefði verið réttara að greina hann undir encephalitis. Einn drengur, 6 ára gamall, hafði í 2-3 vikur fyrir innlagningu haft ýmsar trufl- anir frá taugakerfi, svo sem klunnalegar hreyfingar í höndum og fótum, vott af andlitslömun, munnvatnsrennsli auk smá- vegis hita og verkja í höfði og útlimum. f mænuvökva fannst smávegis aukning á hvítum blóðkornum, allt hnattfrumur. Vegna gruns um æxli í heila var hann sendur til Kaupmannahafnar. Hann reynd- ist ekki hafa það og fékk sjúkdómsgreining- una encephalitis. Ekki var að sjá af bréfi þaðan, að gerðar hefðu verið neinar veiru- rannsóknir. Drengurinn var sendur hingað aftur, einkenni hurfu smám saman og hann náði fullum bata að því er bezt er vitað. Eins og fram kemur á töflu III voru börn með meningitis aseptica ekki eins pirruð og viðkvæm fyrir ytri áhrifum eins og börn með meningitis bacterialis, meðvitund þeirra skýrari og yfirleitt voru þau ekki eins meðtekin og lasleg, þrátt fyrir oft háan hita, höfuðverk og uppköst. Blóð- og mænuvökvarannsóknir: Áður hefur verið gerð grein fyrir tilraunum til sýkla- og veiruræktana. Ekki var sent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.