Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1976, Side 52

Læknablaðið - 01.06.1976, Side 52
112 LÆKNABLAÐIÐ AÐALFUNDUR LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS 1976 AÖalfundur Læknafélags Islands 1976 var haldinn dagana 25.-26. júní á Eddu-hótelinu í húsi Húsmæðraskólans á Laugarvatni. Eftirtcildir fulltrúar og varafulltrúar svæöa- félaga sátu fundinn: Læknafélag Vesturlands: Pálmi Frímannsson. Læknafélag Vestfjarða: Úlfur Gunnarsson. Læknafélag Norövesturlands: Friðrik J. Friðriksson. Læknafélag Akureyrar: Magnús L. Stefánsson, Erlendur Konráðsson. Læknafélag Norðausturlands: Guðmundur Óskarsson. Læknafélag Austurlands: Guðmundur Sigurðsson. Læknafélag Suðurlands: Vigfús Magnússon, Þórhallur B. Ólafsson, varafulltrúi. Læknafélag Reykjavíkur: Árni T. Ragnarsson, Eyjólfur Haraldsson, Lúðvík Ólafsson, Ólafur G. Guðmundsson, Reynir T. Geirsson, Sigurður Árnason, Sveinn M. Gunnarsson, Tómas Á. Jónasson, Þorvaldur V. Guðmundsson. Félag ísl. lækna í Bretlandi: Helga Ögmundsdóttir. Ennfremur: Guðmundur Jóhannesson, vara- formaður L.I., Isleifur Halldórsson, með- stjórnandi í stjórn L.I., Margrét Georgsdóttir, fulltrúi F.U.L., Páll Þórðarson, framkvæmda- stjóri læknasamtakanna, Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, Ásmundur Brekkan, formað- ur Félags yfirlækna, Bergsveinn Ólafsson, for- maður stjórnar Domus Medica, Friðrik Karls- son, framkvæmdastjóri Domus Medica, Guð- mundur Pétursson læknir á Keldum. Ólafur Ólafsson, landlæknir, sat fundinn síðari dag- inn. Til fundarins kom í boði L.l. formaður Læknafélags Færeyja, Oli Michelsen. Tómeis Á. Jónasson, formaður L.I., setti fundinn og bauð gesti velkomna. Minntist hann í upphafi kollega, er látizt hafa frá siðasta aðalfundi, þeirra Bjarna Bjarnasonar og Ás- björns Stefánssonar. Helztu mál auk venjulegra aðalfundarstarfa voru: 1. Framhaldsmenntun lækna hérlendis og við- haldsmenntun almennt. 2. Sérfræðiþjónusta í dreifbýli. 3. Endurskoðun heilbrigðislöggjafar. 4. Starfsreglur stöðunefndar. 5. Útgáfa Læknablaðsins. 6. Codex Ethicus. 7. Samningar heilsugæzlulækna, sjúkrahús- lækna og sérfræðinga utan sjúkrahúsa. Ekki er ástæða til þess að rekja umræður hér, þar sem fundargerð aðalfundar L.I. verð- ur fjölrituð og send læknum. Hins vegar eru Stjórn Læknafélags íslands 1976: Guðmundur Sigurðsson gjaldkeri, Guðmundur Pét- ursson varaformaður, Tómas Á. Jónasson formaður, ísleifur Halldórsson meðstjórnandi og Lúðvík Olafsson ritari.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.